Innlent

Kristján Einar sá sem hand­tekinn var á Spáni

Eiður Þór Árnason skrifar
Talið er að hann hafi verið handtekinn í fyrri hluta marsmánaðar.
Talið er að hann hafi verið handtekinn í fyrri hluta marsmánaðar. INstagram

Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti fyrr í dag að leitað hafi verið til borgaraþjónustunnar vegna handtöku á íslenskum ríkisborgara á Spáni. Hann sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið.

Kristján Einar hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot hér á landi og auk þess verið ákærður fyrir líkamsárás, sem hann var þó sýknaður af. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann var handtekinn á Spáni.

Myndband, sem gengur manna á milli á samfélagsmiðlum, sýnir það þegar Kristján Einar var handjárnaður af spænsku lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann handtekinn fyrri hluta mars. Móðir Kristjáns Einars vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×