Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin: Arnór Smára hetja Vals, Breiða­blik fór á kostum og ÍA bjargaði stigi í lokin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Smárason reyndist hetja Vals í 2-1 sigri á ÍBV.
Arnór Smárason reyndist hetja Vals í 2-1 sigri á ÍBV. Vísir/Hulda Margrét

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins úr Bestu deild karla eru komin inn á Vísi. Þau má sjá hér að neðan.

Valur 2-1 ÍBV

Valsmenn unnu nauman 2-1 sigur á nýliðum ÍBV. Guðmundur Andri Tryggvason kom Val yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Sigurður Arnar Magnússon jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu en varamaðurinn Arnór Smárason skoraði sigurmarkið með góðu vinstri fótar skoti fyrir utan teig eftir að Guðmundur Andri lagði boltann snyrtilega á hann.

Klippa: Besta deildin: Valur 2-1 ÍBV

Breiðablik 4-1 Keflavík

Ísak Snær Þorvaldsson byrjar vel í Kópavogi en hann var að spila sem hálfgerður vinstri vængmaður. Hann skoraði tvö skallamörk áður en Viktor Karl Einarsson kom Blikum 3-0 yfir. Jason Daði Svanþórsson bætti við fjórða markinu áður en Patrik Johannesen minnkaði muninn fyrir gestina.

Klippa: Besta deildin: Breiðablik 4-1 Keflavík

Stjarnan 2-2 ÍA

Gísli Laxdal Unnarsson kom Skagamönnum yfir áður en Jóhann Árni Gunnarsson jafnaði metin. Óskar Örn Hauksson kom Stjörnunni yfir – 19. tímabilið í röð sem hann skorar í efstu deild – en Kaj Leo Í Bartalstovu jafnaði metin fyrir gestina undir lok leiks.

Klippa: Besta deildin: Stjarnan 2-2 ÍA

Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×