Ferðamenn streyma til landsins á ný Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 23:10 Fréttastofa ræddi við ferðamenn frá Bretlandi, Þýskalandi og Kanaríeyjum í dag. Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55