Átta íslenskar myndir á Cannes á síðustu tólf árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2022 14:15 Volaða land eftir Hlyn Pálmason verður á Cannes í ár. Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin volaða land, eftir Hlyn Pálmason, keppir á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Um er að ræða 15. íslensku myndina sem keppir á hátíðinni í 75 ára sögu hennar. Sú fyrsta var sýnd á hátíðinni árið 1984. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira