Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 19:38 Árni og Ingvar ásamt fjölskyldumeðlimum Árna, þeim Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan. Vísir Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir. Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir.
Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira