Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði með nýja nálgun í dagvistun Kristín Thoroddsen skrifar 17. apríl 2022 00:00 Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Kristín Thoroddsen Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar