Innlent

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stunguárásarinnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað við skemmtistaðinn Prikið við Ingólfsstræti.
Árásin átti sér stað við skemmtistaðinn Prikið við Ingólfsstræti. Vísir/Vilhelm

Einn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar við skemmtistaðinn Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, í samtali við fréttastofu.

Tveir voru handteknir vegna málsins en aðeins farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra.

Maðurinn sem var stunginn er um tvítugt og særðist lífshættulega í árásinni. Tengsl eru á milli hans og hinna tveggja sem voru handteknir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Báðir hinna handteknu eru einnig í kringum tvítugt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×