„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. apríl 2022 11:00 Eydís Helena Evensen gaf út EP plötuna Frost áttunda apríl síðastliðinn. Saga Sig/Aðsend Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hvaðan sækirðu innblástur í nýju plötuna? Ég hef sótt innblástur í gegnum ýmsa tilfinningalega atburði síðustu fimm ára, en íslensk veðrátta og þyngd vetrarins spilaði sömuleiðis stórt hlutverk á Frost. Ég fann persónulega enn þá meira fyrir skammdeginu og öllu sem því fylgir síðastliðinn vetur miðað við fyrsta veturinn minn eftir heimkomu og út frá þeim tilfinningum varð verkið Svartnætti til. Síðasta verk plötunnar The Light I er að lokum nokkurs konar óður til vorsins eftir harðan og dimman vetur. Vorinu fylgir oft betri tíð og vonin svífur um. Saga Sig/Aðsend Hefur hún verið lengi í bígerð? Ég byrjaði að taka upp með Valgeiri Sigurðssyni í lok janúar í Greenhouse Studios og hún var tilbúin rúmum mánuði síðar, allt ferlið tók um það bil fjóra mánuði í heild. View this post on Instagram A post shared by EINAR EGILS (@einaregils.mov) Geturðu sagt mér frá ferli ykkar Einars við að vinna myndverkið? Okkur Einari langaði til þess að skapa myndverk sem gæti tekið áhorfandann í tímalaust ferðalag, en tónverkið Dawn is Near þróaðist út frá persónulegu áfalli. Við fengum Anton Smára tökumann með okkur í lið til þess að skjóta kvöld senurnar innandyra, svo flökkuðum við Einar um Suðurlandið til þess að mynda allar senur utandyra. Hugmynd verksins þróaðist í átt að því að vinna umhverfis kertastjaka og morgunbirtu sem tengist kjarna verksins; að finna okkar innra ljós í gegnum erfiðleika og ferðast í átt að friðsamlegri dögun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-1E48iyWSgw">watch on YouTube</a> Hvaða áhrif hefur listsköpun þín á sjálfa þig? Það mætti segja að tónlist hafi verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja tónlist. Píanóið hefur verið minn griðastaður og því hefur tónlist og sköpun einungis haft jákvæð áhrif á mitt líf. Þegar ég spila á hljóðfærið mitt þá líður mér eins og ég geti tjáð mig á hreinskilin máta og unnið þaðan úr þeim tilfinningum. View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hvernig er tilfinningin að senda frá sér persónulegt listaverk? Það getur verið bæði ógnvekjandi og frelsandi á sama tíma, þó mest af öllu eru það forréttindi sem ég er mjög þakklát fyrir. Eydís segir tónlist og sköpun einungis hafa haft jákvæð áhrif á líf sitt.Saga Sig/Aðsend Hvað er á döfinni? Ég er að vinna að nokkrum upptökum fyrir komandi verkefni, ásamt því að undirbúa mig fyrir tónleikahald yfir sumartímann í Evrópu. Tónlist Menning Tengdar fréttir Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. 11. apríl 2022 14:26 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hvaðan sækirðu innblástur í nýju plötuna? Ég hef sótt innblástur í gegnum ýmsa tilfinningalega atburði síðustu fimm ára, en íslensk veðrátta og þyngd vetrarins spilaði sömuleiðis stórt hlutverk á Frost. Ég fann persónulega enn þá meira fyrir skammdeginu og öllu sem því fylgir síðastliðinn vetur miðað við fyrsta veturinn minn eftir heimkomu og út frá þeim tilfinningum varð verkið Svartnætti til. Síðasta verk plötunnar The Light I er að lokum nokkurs konar óður til vorsins eftir harðan og dimman vetur. Vorinu fylgir oft betri tíð og vonin svífur um. Saga Sig/Aðsend Hefur hún verið lengi í bígerð? Ég byrjaði að taka upp með Valgeiri Sigurðssyni í lok janúar í Greenhouse Studios og hún var tilbúin rúmum mánuði síðar, allt ferlið tók um það bil fjóra mánuði í heild. View this post on Instagram A post shared by EINAR EGILS (@einaregils.mov) Geturðu sagt mér frá ferli ykkar Einars við að vinna myndverkið? Okkur Einari langaði til þess að skapa myndverk sem gæti tekið áhorfandann í tímalaust ferðalag, en tónverkið Dawn is Near þróaðist út frá persónulegu áfalli. Við fengum Anton Smára tökumann með okkur í lið til þess að skjóta kvöld senurnar innandyra, svo flökkuðum við Einar um Suðurlandið til þess að mynda allar senur utandyra. Hugmynd verksins þróaðist í átt að því að vinna umhverfis kertastjaka og morgunbirtu sem tengist kjarna verksins; að finna okkar innra ljós í gegnum erfiðleika og ferðast í átt að friðsamlegri dögun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-1E48iyWSgw">watch on YouTube</a> Hvaða áhrif hefur listsköpun þín á sjálfa þig? Það mætti segja að tónlist hafi verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja tónlist. Píanóið hefur verið minn griðastaður og því hefur tónlist og sköpun einungis haft jákvæð áhrif á mitt líf. Þegar ég spila á hljóðfærið mitt þá líður mér eins og ég geti tjáð mig á hreinskilin máta og unnið þaðan úr þeim tilfinningum. View this post on Instagram A post shared by Eydi s Evensen (@eydisevensen) Hvernig er tilfinningin að senda frá sér persónulegt listaverk? Það getur verið bæði ógnvekjandi og frelsandi á sama tíma, þó mest af öllu eru það forréttindi sem ég er mjög þakklát fyrir. Eydís segir tónlist og sköpun einungis hafa haft jákvæð áhrif á líf sitt.Saga Sig/Aðsend Hvað er á döfinni? Ég er að vinna að nokkrum upptökum fyrir komandi verkefni, ásamt því að undirbúa mig fyrir tónleikahald yfir sumartímann í Evrópu.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. 11. apríl 2022 14:26 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. 11. apríl 2022 14:26