Viðskipti innlent

Sól­veig ráðin fram­kvæmdar­stjóri Saga Natura

Atli Ísleifsson skrifar
Sólveig Stefánsdóttir. 
Sólveig Stefánsdóttir. 

Sólveig Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Saga Natura og tekur hún við starfinu af Lilju Kjalarsdóttur sem tekur við nýrri stöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech.

Í tilkynningu segir að Sólveig hafi tekið við stöðu fjármálastjóra Saga Natura í ágúst 2021, en hafi áður starfað um árabil sem fjármálastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 „Einnig starfaði Sólveig í eignastýringu fagfjárfesta og við verðbréfamiðlun. Sólveig lauk MBA prófi við Háskólann í Reykjavík árið 2020 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2003. Auk þess hefur Sólveig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Saga Natura er markaðsdrifið rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem hefur undanfarin ár þróað og markaðssett fjölmörg bætiefni úr náttúrulegum hráefnum, svo sem úr íslenskri ætihvönn og astaxanthin, sem unnið er úr þörungum sem ræktaðir hafa verið af fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×