Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 12:55 Liv Bergþórsdóttir tók við forstjórastöðunni hjá ORF Líftækni árið 2020. ORF ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að undanfarið ár hafi verið unnið að nýrri stefnu og framtíðarsýn fyrir ORF Líftækni. „Hin nýja stefna byggir á þeirri sýn að ORF Líftækni sé í raun tvær ólíkar rekstrareiningar sem eftir að hafa notið samlegðar í gegnum árin standi nú frammi fyrir betri tækifærum með aðskildum rekstri: BIOEFFECT með sjálfstæðri starfsemi fyrir húðvörur og ORF Líftækni sem sjálfstæð starfsemi fyrir vaxtaþætti.“ Því hafi verið unnið að uppskiptingu ORF Líftækni í tvö aðskilin fyrirtæki en við skiptinguna munu eignir félagsins skiptast á milli ORF Líftækni hf. og BIOEFFECT Holding ehf. „Miðar skiptingin við 1. janúar 2022 og var hún samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022 en yfir 90% hluthafa sóttu fundinn. Á aðalfundinum var ennfremur samþykkt tillaga stjórnar um útgáfu breytanlegra skuldabréfa fyrir allt að 500 milljónir króna i ORF Líftækni. Þá er frekari fjármögnun í undirbúningi fyrir ORF Líftækni sem áætlað er að geti numið allt að 25 milljónum Evra eða um 3,5 milljörðum króna og ætlunin er að sækja þá fjármögnun til nýrra erlendra og sérhæfðra fagfjárfesta. Liv Bergþórsdóttir sem hefur verið forstjóri félagsins í 2 ár mun áfram starfa sem forstjóri beggja félaganna en síðan verða forstjóri BIOEFFECT í framhaldi af ráðningu stjórnar á nýjum forstjóra til að leiða ORF Líftækni,“ segir í tilkynningunni. 23 milljóna hagnaður Ennfremur segir að heildarvelta ORF Líftækni árið 2021 hafi numið 2.179 milljónum króna og hafi hækkað um 20 prósent frá árinu áður. Hagnaður ársins nam 23,5 milljónum króna í samanburði við 146 milljóna króna tap árið 2020. Sjálfkjörið var í stjórn Orf Líftækni hf. en hana skipa; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Guðbjarni Eggertsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Knútur Dúi Kristján Zimsen og Sigtryggur Hilmarsson sem er jafnframt stjórnarformaður. Sama stjórn situr í báðum félögum, ORF Líftækni og BIOEFFECT Holding. Stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu 2022 vegna ársins 2021. Líftækni Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að undanfarið ár hafi verið unnið að nýrri stefnu og framtíðarsýn fyrir ORF Líftækni. „Hin nýja stefna byggir á þeirri sýn að ORF Líftækni sé í raun tvær ólíkar rekstrareiningar sem eftir að hafa notið samlegðar í gegnum árin standi nú frammi fyrir betri tækifærum með aðskildum rekstri: BIOEFFECT með sjálfstæðri starfsemi fyrir húðvörur og ORF Líftækni sem sjálfstæð starfsemi fyrir vaxtaþætti.“ Því hafi verið unnið að uppskiptingu ORF Líftækni í tvö aðskilin fyrirtæki en við skiptinguna munu eignir félagsins skiptast á milli ORF Líftækni hf. og BIOEFFECT Holding ehf. „Miðar skiptingin við 1. janúar 2022 og var hún samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022 en yfir 90% hluthafa sóttu fundinn. Á aðalfundinum var ennfremur samþykkt tillaga stjórnar um útgáfu breytanlegra skuldabréfa fyrir allt að 500 milljónir króna i ORF Líftækni. Þá er frekari fjármögnun í undirbúningi fyrir ORF Líftækni sem áætlað er að geti numið allt að 25 milljónum Evra eða um 3,5 milljörðum króna og ætlunin er að sækja þá fjármögnun til nýrra erlendra og sérhæfðra fagfjárfesta. Liv Bergþórsdóttir sem hefur verið forstjóri félagsins í 2 ár mun áfram starfa sem forstjóri beggja félaganna en síðan verða forstjóri BIOEFFECT í framhaldi af ráðningu stjórnar á nýjum forstjóra til að leiða ORF Líftækni,“ segir í tilkynningunni. 23 milljóna hagnaður Ennfremur segir að heildarvelta ORF Líftækni árið 2021 hafi numið 2.179 milljónum króna og hafi hækkað um 20 prósent frá árinu áður. Hagnaður ársins nam 23,5 milljónum króna í samanburði við 146 milljóna króna tap árið 2020. Sjálfkjörið var í stjórn Orf Líftækni hf. en hana skipa; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Guðbjarni Eggertsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Knútur Dúi Kristján Zimsen og Sigtryggur Hilmarsson sem er jafnframt stjórnarformaður. Sama stjórn situr í báðum félögum, ORF Líftækni og BIOEFFECT Holding. Stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu 2022 vegna ársins 2021.
Líftækni Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira