Fimm ára fangelsi fyrir að brjóta ítrekað á barnungri frænku sinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2022 12:59 Landsréttur mildaði héraðsdóm yfir manninum um eitt ár. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni yfir tæplega tíu ára tímabil og mildað þar með héraðsdóms yfir manninum um eitt ár. Brotaþoli var fimm ára þegar brotin hófust. Í ákæru voru manninum gefin að sök kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum á tímabilinu 2003 til 2014. Manninum var, í þremur ákæruliðum, gefið að sök að hafa í „fjölda ótilgreindra skipta“ beitt stúlkuna ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni og „þannig haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að fara með fingur í leggöng hennar, sleikja kynfæri hennar og láta hana veita sér munnmök og að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín, og fróa sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát.“ Í öðrum ákærulið var manninum gefið að sök að hafa sagt í eitt skipti við brotaþola að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans svo hann gæti „riðið henni almennilega“ og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Í þriðja ákærulið var manninum gefið að sök að hafa í fjölda ótilgreinda skipta sýnt henni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæf. Maðurinn bar því við að ákæra í málinu væri óskýr og gerði honum erfitt fyrir að taka afstöðu til sakarefnisins, en Landsréttur féllst ekki á það og taldi ákæruna nægilega skýra svo manninum væri ljóst hvaða háttsemi honum væri gefin að sök. Framburður brotaþola trúverðugur Landsréttur mat framburð brotaþola stöðugan og sagði samræmi hafa verið í frásögn hennar um það sem manninum var gefið í sök að ákæru, sem og önnur meginatriði málsins. Við skýrslugjöf fyrir dómi hafi hún ekki viljað fullyrða neitt fyrir dómi sem hún ekki mundi. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt með að greina frá nákvæmum fjölda og tímasetningu atburða hafi hún verið nákvæm í framburði sínum, sem Landsréttur mat mjög trúverðugan. Þá hafi framburður hennar fengið stoð í óbeinum sönnunargögnum málsins, sérstaklega framburði vitna fyrir héraðsdómi. Vitni hafi þá borið um að brotaþoli hafi forðast að vera ein með manninum. Eins styðji framburður vitna um hegðun og andlega líðan brotaþola áður en hún kærði manninn framburð hennar. Sömuleiðis liggi fyrir vottorð og framburðir tveggja sálfræðinga sem hittu brotaþola oft og tengja líðan hennar við kynferðisofbeldi. Dómurinn mat framburð ákærða, sem neitaði sök, stöðugan og taldi að mestu leyti innbyrðis samræmi í frásögn hans. Fyrir dómi hafi hann þó slegið að nokkru leyti úr og í varðandi samskipti sín við brotaþola. Hann hafi annars vegar sagt að samskipti þeirra á milli hafi ekki verið mikil en hins vegar að brotaþoli hafi sótt mikið í hann og fjölskyldu hans og verið tíður gestur þeirra. Sagðist hann þá ekki hafa haft möguleika á að fremja þau brot sem honum voru gefin að sök og sagðist ekki muna eftir því að hafa verið einn með brotaþola. Þá fékk framburður mannsins stoð í framburði eiginkonu hans. Hins vegar leit Landsréttur til þess að um væri að ræða eiginkonu mannsins, auk þess sem talið var að framburður þeirra hjóna væri í ósamræmi við framburð fjölda vitna. Engar málsbætur Landsréttur mat framburð brotaþola mun trúverðugri en framburð ákærða. Því var talið hafið yfir skynsamlegan vafa, gegn mótmælum hans, að hann hefði gerst sekur um það sem honum var gefið í sök í ákæru. Þó mat dómurinn það svo að tímabil brotanna hefði verið frá 2005 til 2014, einu ári skemur en greindi í ákæru. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að takmarkar upplýsingar lægju fyrir um fjölda brota og maðurinn yrði að njóta þess vafa sem uppi er í þeim efnum. Að sama skapi var litið til þess að tímabil brotanna var skemmra en greindi í ákæru. Þá var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi, auk óútskýrðra tafa á málinu sem manninum verður ekki kennt um. Þá var einnig litið til þess að um væri að ræða gróf og ítrekuð brot sem framin voru á löngu tímabili sem stóð yfir stóran hluta barnæsku brotaþola. Þau hafi beinst gegn brýnum hagsmunum hennar, verið framin af nánum fjölskyldumeðlimi hennar sem nýtti sér yfirburðastöðu gagnvart henni á stöðum þar sem hún átti að eiga öruggt athvarf og skjól. Brotin hafi þá valdið brotaþola miklu tjóni og brotaþoli mannsins, sem eigi sér engar málsbætur, verið einbeittur. Landsréttur komst því að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsing mannsins væri fimm ára fangelsi. Þá var bótakrafa brotaþola upp á tvær og hálfa milljón tekin til greina að fullu, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Manninum var einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar á meðal málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Í ákæru voru manninum gefin að sök kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum á tímabilinu 2003 til 2014. Manninum var, í þremur ákæruliðum, gefið að sök að hafa í „fjölda ótilgreindra skipta“ beitt stúlkuna ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni og „þannig haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að fara með fingur í leggöng hennar, sleikja kynfæri hennar og láta hana veita sér munnmök og að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín, og fróa sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát.“ Í öðrum ákærulið var manninum gefið að sök að hafa sagt í eitt skipti við brotaþola að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans svo hann gæti „riðið henni almennilega“ og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Í þriðja ákærulið var manninum gefið að sök að hafa í fjölda ótilgreinda skipta sýnt henni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæf. Maðurinn bar því við að ákæra í málinu væri óskýr og gerði honum erfitt fyrir að taka afstöðu til sakarefnisins, en Landsréttur féllst ekki á það og taldi ákæruna nægilega skýra svo manninum væri ljóst hvaða háttsemi honum væri gefin að sök. Framburður brotaþola trúverðugur Landsréttur mat framburð brotaþola stöðugan og sagði samræmi hafa verið í frásögn hennar um það sem manninum var gefið í sök að ákæru, sem og önnur meginatriði málsins. Við skýrslugjöf fyrir dómi hafi hún ekki viljað fullyrða neitt fyrir dómi sem hún ekki mundi. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt með að greina frá nákvæmum fjölda og tímasetningu atburða hafi hún verið nákvæm í framburði sínum, sem Landsréttur mat mjög trúverðugan. Þá hafi framburður hennar fengið stoð í óbeinum sönnunargögnum málsins, sérstaklega framburði vitna fyrir héraðsdómi. Vitni hafi þá borið um að brotaþoli hafi forðast að vera ein með manninum. Eins styðji framburður vitna um hegðun og andlega líðan brotaþola áður en hún kærði manninn framburð hennar. Sömuleiðis liggi fyrir vottorð og framburðir tveggja sálfræðinga sem hittu brotaþola oft og tengja líðan hennar við kynferðisofbeldi. Dómurinn mat framburð ákærða, sem neitaði sök, stöðugan og taldi að mestu leyti innbyrðis samræmi í frásögn hans. Fyrir dómi hafi hann þó slegið að nokkru leyti úr og í varðandi samskipti sín við brotaþola. Hann hafi annars vegar sagt að samskipti þeirra á milli hafi ekki verið mikil en hins vegar að brotaþoli hafi sótt mikið í hann og fjölskyldu hans og verið tíður gestur þeirra. Sagðist hann þá ekki hafa haft möguleika á að fremja þau brot sem honum voru gefin að sök og sagðist ekki muna eftir því að hafa verið einn með brotaþola. Þá fékk framburður mannsins stoð í framburði eiginkonu hans. Hins vegar leit Landsréttur til þess að um væri að ræða eiginkonu mannsins, auk þess sem talið var að framburður þeirra hjóna væri í ósamræmi við framburð fjölda vitna. Engar málsbætur Landsréttur mat framburð brotaþola mun trúverðugri en framburð ákærða. Því var talið hafið yfir skynsamlegan vafa, gegn mótmælum hans, að hann hefði gerst sekur um það sem honum var gefið í sök í ákæru. Þó mat dómurinn það svo að tímabil brotanna hefði verið frá 2005 til 2014, einu ári skemur en greindi í ákæru. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að takmarkar upplýsingar lægju fyrir um fjölda brota og maðurinn yrði að njóta þess vafa sem uppi er í þeim efnum. Að sama skapi var litið til þess að tímabil brotanna var skemmra en greindi í ákæru. Þá var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi, auk óútskýrðra tafa á málinu sem manninum verður ekki kennt um. Þá var einnig litið til þess að um væri að ræða gróf og ítrekuð brot sem framin voru á löngu tímabili sem stóð yfir stóran hluta barnæsku brotaþola. Þau hafi beinst gegn brýnum hagsmunum hennar, verið framin af nánum fjölskyldumeðlimi hennar sem nýtti sér yfirburðastöðu gagnvart henni á stöðum þar sem hún átti að eiga öruggt athvarf og skjól. Brotin hafi þá valdið brotaþola miklu tjóni og brotaþoli mannsins, sem eigi sér engar málsbætur, verið einbeittur. Landsréttur komst því að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsing mannsins væri fimm ára fangelsi. Þá var bótakrafa brotaþola upp á tvær og hálfa milljón tekin til greina að fullu, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Manninum var einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar á meðal málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira