Innlent

Stefna á að birta niður­stöður út­tektarinnar í júní

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Þar segir að áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggi ekki fyrir, en slík áætlun verði í endurskoðun eftir því sem úttektinni vindur fram. Í gær fór Bjarni þess á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á söluferlinu.

Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag haft uppi háværar kröfur um að þingið taki afstöðu til kröfu sem sett hefur verið fram um tillögu þess efnis að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka útboðið.

Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að Ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir.


Tengdar fréttir

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Sig­ríður telur að lög hafi verið brotin við út­boð á hlut ríkisins í Ís­lands­banka

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, sem er hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, telur lög um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×