Upphitun fyrir 21. umferð í Olís: Hefur meiri trú á Haukum og vonast eftir Gróttusigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 14:00 Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld. vísir/vilhelm Mikið er undir fyrir næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Valur og Haukar mætast í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður í algleymingi. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir 21. umferð Olís deildar karla í handbolta. Allir sex leikirnir í umferðinni hefjast klukkan 19:30 og verður stórleikur Vals og Hauka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Með sigri á Hlíðarenda í kvöld tryggja Haukar sér deildarmeistaratitilinn. Annars ræðst það í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið verður deildarmeistari. „Þetta er það sem við viljum sjá. Þetta verður stærsti leikur vetrarins í deildarkeppninni. Vonandi fáum við flottan og skemmtilegan leik, góða umgjörð og veisla fyrir handboltann,“ sagði Ásgeir Örn. Hann hefur meiri trú á sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik og stígi upp. Það er mikil sigurhefð í Haukum og margir af leikmönnunum þekkja það að vinna þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 21. umferð KA, Afturelding, Grótta og Fram berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Möguleikar Frammara eru þó langminnstir. Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð hafa Seltirningar sett mikla pressu á Mosfellinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Grótta sækir ÍBV heim í kvöld. „Ég vona að þeir vinni Vestmannaeyingana og þá gætu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn í lokaumferðinni um að fara í úrslitakeppnina,“ sagði Ásgeir Örn en Grótta vann fyrri leikinn gegn ÍBV með tíu marka mun, 36-26. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitun Stefáns Árna og Ásgeirs Arnar fyrir næstsíðustu umferðina. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Grótta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir 21. umferð Olís deildar karla í handbolta. Allir sex leikirnir í umferðinni hefjast klukkan 19:30 og verður stórleikur Vals og Hauka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Með sigri á Hlíðarenda í kvöld tryggja Haukar sér deildarmeistaratitilinn. Annars ræðst það í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið verður deildarmeistari. „Þetta er það sem við viljum sjá. Þetta verður stærsti leikur vetrarins í deildarkeppninni. Vonandi fáum við flottan og skemmtilegan leik, góða umgjörð og veisla fyrir handboltann,“ sagði Ásgeir Örn. Hann hefur meiri trú á sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik og stígi upp. Það er mikil sigurhefð í Haukum og margir af leikmönnunum þekkja það að vinna þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 21. umferð KA, Afturelding, Grótta og Fram berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Möguleikar Frammara eru þó langminnstir. Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð hafa Seltirningar sett mikla pressu á Mosfellinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Grótta sækir ÍBV heim í kvöld. „Ég vona að þeir vinni Vestmannaeyingana og þá gætu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn í lokaumferðinni um að fara í úrslitakeppnina,“ sagði Ásgeir Örn en Grótta vann fyrri leikinn gegn ÍBV með tíu marka mun, 36-26. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitun Stefáns Árna og Ásgeirs Arnar fyrir næstsíðustu umferðina.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Grótta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Sjá meira