Innlent

Ás­dís Kristjáns­dóttir leiðir Sjálf­stæðis­flokkinn í Kópa­vogi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn/Aldís Pálsdóttir

Ásdís Kristjánsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hördís Ýr Johnson fylgir henni í öðru sæti á listanum. 

Framboðslisti flokksins fyrir komandi kosningar hefur verið samþykktur af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi. Fram kemur í fréttatilkynningu að framboðslistinn sýni bæði breidd og styrk flokksins í Kópavogi, sem sé framúrskarandi sveitarfélag og flokkurinn ætli að sjá til að verði áfram. 

Haft er eftir Ásdísi í tilkynningunni að lögð verði áhersla á skilvirkan rekstur, lágar álögur, framúrskarandi þjónustu, framsækna skóla og greiðar samgöngur fyrir bæjarbúa. 

Hér að neðan má sjá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í heild sinni. 

  1. Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur
  2. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og framleiðslustjóri
  3. Andri Steinn Hilmarsson, varabæjarfulltrúi og aðstoðarmaður þingflokks
  4. Hannes Steindórsson, fasteignasali
  5. Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri
  6. Hanna Carla Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
  7. Sigvaldi Egill Lárusson, fjármála- og rekstrarstjóri
  8. Bergur Þorri Benjamínsson, starfsmaður þingflokks
  9. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri
  10. Hermann Ármannsson, stuðningsfulltrúi
  11. Axel Þór Eysteinsson, framkvæmdastjóri
  12. Tinna Rán Sverrisdóttir, lögfræðingur
  13. Rúnar Ívarsson, markaðsfulltrúi
  14. Sólveig Pétursdóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra og forseti Alþingis
  15. Kristín Amy Dyer, forstjóri
  16. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, lögmaður
  17. Sunna Guðmundsdóttir, forstöðumaður
  18. Jón Finnbogason, útlánastjóri
  19. Unnur B Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands
  20. Gunnsteinn Sigurðsson, fyrrv. Skólastjóri
  21. Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar
  22. Ármann kr Ólafsson, bæjarstjóri

Tengdar fréttir

Ás­dís nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Ásdís Kristjánsdóttir er efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi en 1099 atkvæði hafa verið talin. Í öðru sæti er Hjördís Ýr Johnson með 329 atkvæði og í þriðja sæti er Andri Steinn Hilmarsson með 347 atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×