Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:39 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna. Vísir/Vilhelm/Hari Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“ Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“
Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36