Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 12:01 Hér til vinstri sést Sindri ásamt úkraínskri konu sinni á flótta frá landinu en hægra megin er mynd sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum af gröf bæjarstjórans í Motishin. aðsend/ap/Efrem Lukatsky Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira