Erlent

Danir sparka fimm­tán rúss­neskum em­bættis­mönnum úr landi

Atli Ísleifsson skrifar
Jeppe Kofod er utanríkisráðherra Danmerkur.
Jeppe Kofod er utanríkisráðherra Danmerkur. EPA

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu.

DR hefur eftir Kofod að Rússarnir hafi staðið fyrir njósnum á danskri jörð. „Við viljum senda Rússum skýr skilaboð um að njósnir á danskri jörð séu óásættanlegar.“

Ráðherrann sagði Rússana hafa fjórtán daga til að koma sér úr landi. Brottvísunina má rekja til innrásar Rússa inn í Úkraínu og þá sérstaklega í kjölfar frétta mannfalli í bænum Bucha þar sem margir vilja meina að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi.

Danir eru ekki fyrsta ríkið til að vísa rússneskum embættismönnum úr landi, en greint var frá því í gær að Þjóðverjar myndu vísa fjörutíu sendifulltrúa Rússlands úr landi og Frakkar 35. Þá hafa Ítalir ákveðið að vísa þrjátíu rússneskum embættismönnum úr landi.


Tengdar fréttir

Vaktin: Selenskí segist mögulega ekki munu funda með Pútín

Utanríkisráðherrar Úkraínu og Kína ræddust við í síma í gær en það voru Úkraínumenn sem áttu frumkvæðið að samtalinu. Í færslu á Twitter þakkaði Dmytro Kuleba Wang Yi fyrir samúðarkveðjur vegna fórnarlamba stríðsins og sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á átökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×