Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 14:30 Jack Grealish og Pep Guardiola eftir sigurleik Manchester City á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. EPA-EFE/PETER POWELL Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira