Vaktin: Undanhaldi Rússa frá Kænugarði að ljúka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. apríl 2022 22:25 Úkraínskur hermaður gengur yfir rússneskan skriðdreka sem yfirgefinn var í Andriivka, norður af Kænugarði. AP/Vadim Ghirda Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Sjá meira