Skoðun

Heilsu­eflandi sam­fé­lag í Fjarða­byggð

Eygerður Ósk Tómasdóttir skrifar

Áhrifaþættir lýðheilsu eru margir, erfðir, umhverfi, heilsutengd hegðun, og umhverfisþættir. Þá hafa félags- efnahags- og menningarlegir þættir mikil áhrif.

Efling forvarna í Fjarðabyggð getur komið í veg fyrir og dregið úr félagslegum vanda. Fræðsla um geðheilbrigði eykur skilning í samfélaginu og sama gildir um fíknivanda Með fræðslu, forvörnum og samtali getum við markað leið í að opna á auknum skilningi vandans. Félagsleg einangrun öryrkja, aldraðra, ungmenna og þeirra sem glíma við andleg veikindi og vímuefnavanda er því miður til staðar.

Heilsa og heilbrigði er stór áhrifaþáttur. Heilsa einstaklinga hefur áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu einstaklinga og félagslegar aðstæður hafa áhrif á heilsu fólks.

Uppbygging heilsueflandi samfélags þarf að taka mið af þessum hóp sem félagslegt úrræði. Úrræði sem brjóta upp félagslega einangrun og auka virkni, bæta lífsgæði einstaklinga og styrkja félagslega tilvist. Heilsueflandi samfélag sem tekur mið af öllum hópum, styrkir okkur sem heild. Góð líðan og heilsa er undirstaða og sóknarfæri öflugs samfélags.

Mitt mat er að við þurfum að bæta félagsleg úrræði og félagsstarf í Fjarðabyggð. Með fræðslu og eflingu forvarna styrkjum við samfélagið okkar.

Höfundur er fíkniráðgjafi og sjúkraliði og skipar 14. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×