Innlent

Sveinn Óskar leiðir lista Mið­flokksins í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Frambjóðendur Miðflokksins í Mosfellsbæ. Miðflokkurinn

Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun leiða lista Miðflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí.

Í tilkynningu segir að Miðflokkurinn bjóði fram lista með yfirskriftinni „Miðflokkurinn – Fyrir lifandi bæ“.

„Listann skipar fólk á öllum aldri. Uppstillinganefnd Miðflokksins í Mosfellsbæ lagði fram nýjan lista fyrir stjórn deildarinnar í Mosfellsbæ sem samþykkti hann og á opnum deildarfundi félagsins í Listasal Mosfellsbæjar 24. mars síðastliðinn og var hann samþykktur þar. Síðar var hann tekinn fyrir í stjórn Kjördæmafélags Miðflokksins og samþykktur samhljóða.

Oddviti listans er Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ. Örlygur Þór Helgason kennari og varabæjarfulltrúi flokksins skipar annað sætið, Sara Hafbergsdóttir, rekstarstjóri þriðja og fjórða sætið skipar Helga Diljá Jóhannsdóttir dýralæknir.

Á síðasta deildarfundi félasins var kynnt stefnan sem byggist á eftirfarandi: (1) Börn og barnafólk í forgrunn. Stórefla á mennta- og íþróttamál í bænum. (2) Fólk í forgang, ekki á biðlista. Unnið verður að raunverulegri farsæld og velferð fyrir öll börn, fatlaða, öryrkja og eldri borgara. (3) Sundabraut í forgang. (4) Skipulagsmál og stjórnsýsla gerð skilvirk. (5) Urðun hætt í Álfsnesi. (6) Fjármál sveitarfélagsins tekin til skoðunar. (7) Þéttingastefnan endurskoðuð. (8) Öryggi bæjarbúa eflt og umhverfið sett í öndvegi,“ segir í tilkynningunni.

Sjá má listann í heild sinni að neðan:

  1. Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, bæjarfulltrúi
  2. Örlygur Þór Helgason, kennari, varabæjarfulltrúi
  3. Sara Hafbergsdóttir, rekstrarstjóri
  4. Helga Diljá Jóhannsdóttir, dýralæknir
  5. Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir, menntaskóla- og flugnemi
  6. Linda Björk Stefánsdóttir, matráður
  7. Lára Þorgeirsdóttir, kennari
  8. Þorleifur Andri Harðarson, flotastjóri
  9. Jón Pétursson, skipstjóri
  10. Kristján Þórarinsson, fv ráðherrabílstjóri og eftirlaunaþegi
  11. Friðbert Bragason, viðskiptafræðingur
  12. Þorlákur Ásgeir Pétursson, bóndi
  13. Þórunn Magnea Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
  14. Herdís Kristín Sigurðardóttir, hrossaræktandi
  15. Bjarki Þór Þórisson, nemandi
  16. Jón Þór Ólafsson, bifreiðastjóri
  17. Jón Richard Sigmundsson, verkfræðingur
  18. Ólöf Högnadóttir, snyrtifræðingur
  19. Margrét Jakobína Ólafsdóttir, félagsliði
  20. Hlynur Hilmarsson, bifreiðastjóri
  21. Magnús Jósefsson, verktaki
  22. Sigurrós Indriðadóttir, bóndi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×