„Engin gleði í spilamennsku Man. United“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 11:00 Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, gengur af velli eftir jafnteflið á móti Leicester City á Old Trafford um helgina. AP/Jon Super Jamie Redknapp gagnrýndi spilamennsku Manchester United eftir jafnteflið á móti Leicester City og segir að það hljóti verið erfitt fyrir stuðningsmenn United að horfa upp á liðið sitt. Redknapp, sem er fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, starfar nú sem sérfræðingur hjá Sky Sports. Manchester United er komið niður í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar og gæti verið sex stigum frá síðasta sætinu inn í Meistaradeildina vinni Arsenal leik sinn í kvöld. United liðið náði bara jafntefli á móti Leicester City á heimavelli sínum um helgina þar sem Varsjáin tók í burtu mögulegt sigurmark gestanna. „Þetta var lýsandi fyrir spilamennsku Manchester United allt þetta tímabil. Í fyrra og árið þar á undan var sömu sögu að segja. Það er engin gleði í spilamennsku Man. United,“ sagði Jamie Redknapp. „Stuðningsmenn Man. United mæta í leikina og velt fyrir sér hvað sé á boðstólunum þann daginn. Þeir virka áhugalausir en ég vil samt ekki skrifa það á það að þeir leggi sig ekki fram. Það væri ekki rétt hjá mér að halda slíku fram,“ sagði Redknapp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þeim vantar hins vegar hugmyndir, þeim vantar sjálfstraust og þarna eru góðir leikmenn að gera barnaleg mistök. Þeir eru ekki að njóta þess að spila fótbolta þessa stundina,“ sagði Redknapp. „Það er eins og þeir reki um stefnulausir, allir og stjórinn líka. Stjórinn er örugglega að hugsa: Þetta er erfitt fyrir mig. Þetta hefði getað gengið upp og vissulega ætti ég að geta gert betur en Ole Gunnnar Solskjær. Málið er að hann er ekki að gera það,“ sagði Redknapp. „Þetta er mikið basl hjá honum. Hann er búinn að prófa hin ýmsu leikkerfi. Hann spilaði fyrst með tvo frammi og núna er farinn að spila með falska níu. Það virkar ekki heldur,“ sagði Redknapp. „Það var enginn Ronaldo í þessum leik og ekki getur hann því verið vandamálið eins og við sáum í dag. Það er svo mikið sem þarf að laga hjá þessu Manchetser United liði,“ sagði Redknapp eins og sjá má hér fyrir ofan.. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Redknapp, sem er fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, starfar nú sem sérfræðingur hjá Sky Sports. Manchester United er komið niður í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar og gæti verið sex stigum frá síðasta sætinu inn í Meistaradeildina vinni Arsenal leik sinn í kvöld. United liðið náði bara jafntefli á móti Leicester City á heimavelli sínum um helgina þar sem Varsjáin tók í burtu mögulegt sigurmark gestanna. „Þetta var lýsandi fyrir spilamennsku Manchester United allt þetta tímabil. Í fyrra og árið þar á undan var sömu sögu að segja. Það er engin gleði í spilamennsku Man. United,“ sagði Jamie Redknapp. „Stuðningsmenn Man. United mæta í leikina og velt fyrir sér hvað sé á boðstólunum þann daginn. Þeir virka áhugalausir en ég vil samt ekki skrifa það á það að þeir leggi sig ekki fram. Það væri ekki rétt hjá mér að halda slíku fram,“ sagði Redknapp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þeim vantar hins vegar hugmyndir, þeim vantar sjálfstraust og þarna eru góðir leikmenn að gera barnaleg mistök. Þeir eru ekki að njóta þess að spila fótbolta þessa stundina,“ sagði Redknapp. „Það er eins og þeir reki um stefnulausir, allir og stjórinn líka. Stjórinn er örugglega að hugsa: Þetta er erfitt fyrir mig. Þetta hefði getað gengið upp og vissulega ætti ég að geta gert betur en Ole Gunnnar Solskjær. Málið er að hann er ekki að gera það,“ sagði Redknapp. „Þetta er mikið basl hjá honum. Hann er búinn að prófa hin ýmsu leikkerfi. Hann spilaði fyrst með tvo frammi og núna er farinn að spila með falska níu. Það virkar ekki heldur,“ sagði Redknapp. „Það var enginn Ronaldo í þessum leik og ekki getur hann því verið vandamálið eins og við sáum í dag. Það er svo mikið sem þarf að laga hjá þessu Manchetser United liði,“ sagði Redknapp eins og sjá má hér fyrir ofan..
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira