Tónlist

Dísella vann Gram­my-­verð­laun fyrir bestu upp­töku

Árni Sæberg skrifar
Úr óperunni Akhnaten sem vann Grammyverðlaun fyrir bestu upptöku.
Úr óperunni Akhnaten sem vann Grammyverðlaun fyrir bestu upptöku. Metropolitan opera

Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin.

Dísella fer með hlutverk Tye drottningar í óperunni sem byggð er á lífi og valdatíð egypska faraósins Akhnaten. Óperan var sett upp í Metropolitan óperunni í New York í Bandaríkjunum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Hún mætti á Grammy verðlaunin í gær með Braga Jónssyni og voru þau glæsileg á rauða dreglinum. Dísella steig fyrst á stokk í Metropolitan óperunni árið 2013.


Tengdar fréttir

Alltaf með annan fótinn í Metropolitan

Dísella Lárusdóttir er nýkomin heim frá New York þar sem hún söng hlutverk Serviliu í óperunni La Clemenza di Tito eftir Mozart í Metropolitan-óperunni. Þar hefur Dísella sungið undanfarin ár með reglulegu millibili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×