Lífið

Mikill hasar á lokaðri Sæbraut

Árni Sæberg skrifar
Bifreiðarnar virðast vera á töluvert meiri hraða en 60 kílómetra á klukkustund.
Bifreiðarnar virðast vera á töluvert meiri hraða en 60 kílómetra á klukkustund. TikTok/pelarvk

Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone.

Tökur á Netflixstórmyndinni Heart of stone fara fram hér á landi um þessar mundir. Ef marka má myndband sem íbúi við Sæbraut birti í dag verður myndin æsispennandi.

Í myndbroti á samfélagsmiðlinum TikTok sést kvikmyndargerðarfólk taka upp eltingarleik tveggja stórra sendiferðabíla. Nokkuð sérhæfðan búnað þarf til þess en í myndbandinu má sjá sérútbúinn Porsche Cayenne með stærðarinnar krana.

Myndbandið, sem notandinn pelarvk deildi í dag, má sjá hér að neðan. Við myndbandið skrifar hann „When your street goes Hollywood!“ en það gæti útlagst „Þegar gatan þín breytist í Gufunes!“


Tengdar fréttir

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.