Innlent

Úkraína, salan á Ís­lands­banka og staða ör­yrkja á vinnu­markaði í Sprengi­sandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Staða fólks á vinnumarkaðnum með skerta starfsgetu, ástandið í Úkraínu og sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka er meðal þess sem verður til umræðu í Sprengisandsþætti dagsins.

Sara Dögg Svanhildardóttir og Árni Múli Jónasson opna þáttinn og ræða afstöðu vinnumarkaðarins til fólks með skerta starfsgetu. 

Karl Júlíusson, starfsmaður alþjóða Rauða krossins, er nýkominn frá Úkraínu og segir frá reynslu sinni þar. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, ræðir um möguleikana á samningum í Úkraínustríðinu.

Þórður Snær Júlíusson, Haraldur Benediktsson og Kristrún Frostadóttir koma svo til að ræða hvers vegna ekki fæst uppgefið hverjum veittur var aðgangur að hlutabréfum í Íslandsbanka á afslætti í útboði Bankasýslunnar og hvort þessi framkvæmd sýni að stjórnvöldum sé fyrst og fremst annt um þá efnameiri. 

Birta Kristín Helgadóttir verður síðust á dagskrá, en hún stýrir Grænvangi, samráðsvettvangi stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál. Hver eru verkefni Grænvangs og hvernig færir hann okkur fram á veg? Hægt er að fylgjast með Sprengisandi í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×