Sunna Karen verðlaunuð fyrir umfjöllun ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2022 18:19 Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni fékk Blaðamannaverðlaun ársins, Ásdís Ásgeirsdóttir á Morgunblaðinu var verðlaunuð fyrir viðtal ársins og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.Vísir/Erla Rökstuðningur dómnefndar: Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, fær verðlaun fyrir viðtal ársins: Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins: Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fær verðlaun fyrir umfjöllun ársins: Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fær blaðamannaverðlaun ársins Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Í fréttinni hér að neðan má sjá þá sem hlutu tilnefningu. Fjölmiðlar Læknamistök á HSS Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni fékk Blaðamannaverðlaun ársins, Ásdís Ásgeirsdóttir á Morgunblaðinu var verðlaunuð fyrir viðtal ársins og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.Vísir/Erla Rökstuðningur dómnefndar: Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, fær verðlaun fyrir viðtal ársins: Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins: Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fær verðlaun fyrir umfjöllun ársins: Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fær blaðamannaverðlaun ársins Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Í fréttinni hér að neðan má sjá þá sem hlutu tilnefningu.
Fjölmiðlar Læknamistök á HSS Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira