Osaka felldi gleðitár er hún tryggði sér sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 13:01 Naomi Osaka er komin í úrslit á Miami. TPN/Getty Images Naomi Osaka er komin í úrslit Opna meistaramótsins í tennis sem fram fer á Miami í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn síðan í ársbyrjun 2021 sem Osaka leikur til úrslita. Hún felldi gleðitár eftir rimmuna í undanúrslitum. Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl. Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl.
Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira