„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2022 07:01 Listamaðurinn Árni Már Erlingsson sækir gjarnan innblástur í hversdagsleikann. Vilhelm Gunnarsson/Vísir Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: Klippa: KÚNST - Árni Már List til styrktar Úkraínu Það er nóg um að vera í lífi Árna þar sem hann vinnur sem myndlistarmaður, sér um rekstur Portsins og heldur reglulegar sýningar. Meðal annars hefur hann skipulagt viðburðina Artists 4 Ukraine sem er listaverkauppboð á íslenskri myndlist og öll sala uppboðsins rennur til góðgerðarmálefna í Úkraínu. Hægt er að fylgjast með því hér. Sjósundið, lífið og tilveran Sem listamaður er Árni hvað þekktastur fyrir þykka áferð á striga en hugmyndin að þeim verkum kviknaði meðal annars í gegnum sjósundið, sem Árni hefur stundað í dágóðan tíma og kallar sport lata mannsins þar sem útrásin er öflug fyrir stuttan tíma. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þrátt fyrir að vera heillaður af sjónum segir hann innblásturinn ekki skorðaðan við eitthvað afmarkað. „Þessi hugmynd um innblástur og allt þetta. Jú vissulega geturðu farið á sýningar og fengið massívan innblástur af einhverju og eitthvað svoleiðis en ég held að innblásturinn komi bara af öllu sem við gerum,“ segir Árni en verk hans sækja meðal annars innblástur í hversdagsleikann út í gegn og þá sérstaklega í ákveðinni seríu þar sem hann notast við form sem hafa fylgt honum lengi. „Þessi form verða til af því þetta var einhvern veginn eitthvað sem ég var alltaf að gera. Til dæmis ef ég var í símanum og að krassa á blað á meðan. Eða ég var á fundi og var með bók við hliðina á mér. Þá var ég alltaf að krassa einhver form. Þannig ég ákvað að taka það sérstaklega fyrir og drita niður öllum þessu helstu formum sem ég var alltaf að teikna og útfæra þau í þessi verk.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Klippa: KÚNST - Árni Már List til styrktar Úkraínu Það er nóg um að vera í lífi Árna þar sem hann vinnur sem myndlistarmaður, sér um rekstur Portsins og heldur reglulegar sýningar. Meðal annars hefur hann skipulagt viðburðina Artists 4 Ukraine sem er listaverkauppboð á íslenskri myndlist og öll sala uppboðsins rennur til góðgerðarmálefna í Úkraínu. Hægt er að fylgjast með því hér. Sjósundið, lífið og tilveran Sem listamaður er Árni hvað þekktastur fyrir þykka áferð á striga en hugmyndin að þeim verkum kviknaði meðal annars í gegnum sjósundið, sem Árni hefur stundað í dágóðan tíma og kallar sport lata mannsins þar sem útrásin er öflug fyrir stuttan tíma. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þrátt fyrir að vera heillaður af sjónum segir hann innblásturinn ekki skorðaðan við eitthvað afmarkað. „Þessi hugmynd um innblástur og allt þetta. Jú vissulega geturðu farið á sýningar og fengið massívan innblástur af einhverju og eitthvað svoleiðis en ég held að innblásturinn komi bara af öllu sem við gerum,“ segir Árni en verk hans sækja meðal annars innblástur í hversdagsleikann út í gegn og þá sérstaklega í ákveðinni seríu þar sem hann notast við form sem hafa fylgt honum lengi. „Þessi form verða til af því þetta var einhvern veginn eitthvað sem ég var alltaf að gera. Til dæmis ef ég var í símanum og að krassa á blað á meðan. Eða ég var á fundi og var með bók við hliðina á mér. Þá var ég alltaf að krassa einhver form. Þannig ég ákvað að taka það sérstaklega fyrir og drita niður öllum þessu helstu formum sem ég var alltaf að teikna og útfæra þau í þessi verk.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01