„Ekki hafa áhyggjur af guðinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 10:31 Kevin Durant átti góðan leik er Brooklyn Nets tapaði með minnsta mun fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Al Bello/Getty Images Kevin Durant er samur við sig á samfélagsmiðlum. Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum