Gríska goðið orðið stigahæst í sögu Bucks, Dísætur DeRozan og Lakers geta ekkert Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 07:30 Giannis er nú stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee Bucks. Al Bello/Getty Images Að venju var mikið um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Framlengja þurfti í tveimur háspennuleikjum, í öðrum þeirra varð Giannis Antetokounmpo stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee Bucks. Á sama tíma steinlá LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers á útivelli gegn Utah Jazz. Stórleikur kvöldsins var án efa leikur Brooklyn Nets og meistara Milwaukee Bucks. Kyrie Irving má nú spila í Brooklyn og heimamenn vilja koma á siglingu inn i úrslitakeppnina. Sömu sögu er að segja af meisturunum sem hafa þó verið nokkuð óstöðugir í síðustu leikjum. Leikur næturinnar í Barclays Center minnti um margt á leik í úrslitakeppninni en það var ekkert gefið eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með allt að tíu stigum í öðrum leikhluta. Það er þangað til gríska goðið Giannis Antetokounmpo sagði „hingað og ekki lengra.“ Munurinn kominn niður í aðeins fjögur stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo háspenna lífshætta. Undir lok þriðja leikhluta tóku gestirnir forystuna en heimamenn náðu aftur tökum á leiknum. Khris Middleton was ejected after this foul. pic.twitter.com/WblBFZEdwR— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2022 Khris Middleton var sendur í sturtu þegar fimm mínútur voru eftir en hann reif Bruce Brown þá niður sem var í þann mund að koma Brooklyn fimm stigum yfir. Heimamenn voru níu stigum yfir þegar rétt tæplega fjórar mínútur lifðu leiks. Bucks gáfust ekki upp og Giannis hafnaði metin í 110-110 þegar 18 sekúndur voru til leiksloka. Þar með var Giannis orðinn stigahæsti leikmaður Milwaukee Bucks frá upphafi. Nets skoruðu ekki í næstu sókn og því var framlengt. Giannis forces OT!Giannis also became the @Bucks franchise leader in points with this 3.OT Live Now on TNT pic.twitter.com/n42cqm1LGA— NBA (@NBA) April 1, 2022 Háspennan hélt áfram í framlengingunni, þegar tæpar 10 sekúndur voru eftir var brotið á Durant sem var á leiðinni upp í þriggja stiga skot. Durant setti öll þrjú skotin niður og Brooklyn leiddi 119-118 með 8,7 sekúndur eftir á klukkunni. Giannis fékk boltann, keyrði inn að vörn Brooklyn og á endanum var brotið á honum. Hann skoraði úr báðum vítaskotum sínum og tryggði Bucks magnaðan 120-119 sigur. Alls skoraði Giannis 44 stig í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Gríska goðið er nú stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Fyrir kvöldið var hann 39 stigum á eftir goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar og því var aðeins tímaspursmál hvenær Giannis myndi ná toppsætinu. Hann gerði það með stæl og tryggði Bucks magnaðan sigur í leiðinni. Alls hefur Giannis skorað 14.172 stig í NBA-deildinni. The Greek Freak became the @Bucks All-Time scoring leader on his CLUTCH 3-pointer to force OT, then followed that up by hitting the game-winning free throws in overtime! #FearTheDeer@Giannis_An34: 44 PTS, 14 REB, 6 AST pic.twitter.com/YheYxqo8kj— NBA (@NBA) April 1, 2022 From the 15th pick to Milwaukee s All-Time Scoring Leader. The work isn t done. Stay hungry. pic.twitter.com/decXP9Osz0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 1, 2022 Hjá Nets var Durant með 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Kyrie var með 25 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst. Chicago Bulls þurfti framlengingu til að leggja Los Angeles Clippers að velli, lokatölur 135-130. DeMar DeRozan tryggði sigur Nautanna en hann skoraði 50 stig í leiknum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Nikola Vučević kom þar á eftir með 22 stig og 14 fráköst. Hjá Clippers skoraði Reggie Jackson 34 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. 5 0 POINTS!@DeMar_DeRozan left it all on the court, GOING OFF for 50 points to lead the @chicagobulls to the comeback victory after being down 16! #BullsNation50 PTS | 5 REB | 6 AST pic.twitter.com/Oxcu6tZko0— NBA (@NBA) April 1, 2022 Utah Jazz vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, lokatölur 122-109. Eins og staðan er í dag er Lakers ekki á leiðinni í umspil fyrir úrslitakeppnina. Liðið var án bæði Anthony Davis og LeBron James í nótt og það sást. Jazz betri aðilinn frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað verið mun stærri. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Jazz ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. Rudy Gobert skoraði 25 stig og tók 17 fráköst. Hjá Lakers skoraði Russell Westbrook 24 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard kom þar á eftir með 21 stig og 12 fráköst. 41 points in the win Wednesday Night 30 points in the win Thursday Night @TheTraeYoung jumped right back in his scoring bag to lead the @ATLHawks to the win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/pVFaJhLKGa— NBA (@NBA) April 1, 2022 Trae Young skoraði 30 stig er Atlanta Hawks rúllaði yfir Cleveland Cavaliers, lokatölur 131-107. Þá vann Detroit Pistons óvæntan sigur á Philadelphia 76ers, lokatölur 102-94. The Boston Celtics & Milwaukee Bucks have clinched a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3cE5ZbjmLT— NBA (@NBA) April 1, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Stórleikur kvöldsins var án efa leikur Brooklyn Nets og meistara Milwaukee Bucks. Kyrie Irving má nú spila í Brooklyn og heimamenn vilja koma á siglingu inn i úrslitakeppnina. Sömu sögu er að segja af meisturunum sem hafa þó verið nokkuð óstöðugir í síðustu leikjum. Leikur næturinnar í Barclays Center minnti um margt á leik í úrslitakeppninni en það var ekkert gefið eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með allt að tíu stigum í öðrum leikhluta. Það er þangað til gríska goðið Giannis Antetokounmpo sagði „hingað og ekki lengra.“ Munurinn kominn niður í aðeins fjögur stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo háspenna lífshætta. Undir lok þriðja leikhluta tóku gestirnir forystuna en heimamenn náðu aftur tökum á leiknum. Khris Middleton was ejected after this foul. pic.twitter.com/WblBFZEdwR— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2022 Khris Middleton var sendur í sturtu þegar fimm mínútur voru eftir en hann reif Bruce Brown þá niður sem var í þann mund að koma Brooklyn fimm stigum yfir. Heimamenn voru níu stigum yfir þegar rétt tæplega fjórar mínútur lifðu leiks. Bucks gáfust ekki upp og Giannis hafnaði metin í 110-110 þegar 18 sekúndur voru til leiksloka. Þar með var Giannis orðinn stigahæsti leikmaður Milwaukee Bucks frá upphafi. Nets skoruðu ekki í næstu sókn og því var framlengt. Giannis forces OT!Giannis also became the @Bucks franchise leader in points with this 3.OT Live Now on TNT pic.twitter.com/n42cqm1LGA— NBA (@NBA) April 1, 2022 Háspennan hélt áfram í framlengingunni, þegar tæpar 10 sekúndur voru eftir var brotið á Durant sem var á leiðinni upp í þriggja stiga skot. Durant setti öll þrjú skotin niður og Brooklyn leiddi 119-118 með 8,7 sekúndur eftir á klukkunni. Giannis fékk boltann, keyrði inn að vörn Brooklyn og á endanum var brotið á honum. Hann skoraði úr báðum vítaskotum sínum og tryggði Bucks magnaðan 120-119 sigur. Alls skoraði Giannis 44 stig í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Gríska goðið er nú stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Fyrir kvöldið var hann 39 stigum á eftir goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar og því var aðeins tímaspursmál hvenær Giannis myndi ná toppsætinu. Hann gerði það með stæl og tryggði Bucks magnaðan sigur í leiðinni. Alls hefur Giannis skorað 14.172 stig í NBA-deildinni. The Greek Freak became the @Bucks All-Time scoring leader on his CLUTCH 3-pointer to force OT, then followed that up by hitting the game-winning free throws in overtime! #FearTheDeer@Giannis_An34: 44 PTS, 14 REB, 6 AST pic.twitter.com/YheYxqo8kj— NBA (@NBA) April 1, 2022 From the 15th pick to Milwaukee s All-Time Scoring Leader. The work isn t done. Stay hungry. pic.twitter.com/decXP9Osz0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 1, 2022 Hjá Nets var Durant með 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Kyrie var með 25 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst. Chicago Bulls þurfti framlengingu til að leggja Los Angeles Clippers að velli, lokatölur 135-130. DeMar DeRozan tryggði sigur Nautanna en hann skoraði 50 stig í leiknum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Nikola Vučević kom þar á eftir með 22 stig og 14 fráköst. Hjá Clippers skoraði Reggie Jackson 34 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. 5 0 POINTS!@DeMar_DeRozan left it all on the court, GOING OFF for 50 points to lead the @chicagobulls to the comeback victory after being down 16! #BullsNation50 PTS | 5 REB | 6 AST pic.twitter.com/Oxcu6tZko0— NBA (@NBA) April 1, 2022 Utah Jazz vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, lokatölur 122-109. Eins og staðan er í dag er Lakers ekki á leiðinni í umspil fyrir úrslitakeppnina. Liðið var án bæði Anthony Davis og LeBron James í nótt og það sást. Jazz betri aðilinn frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað verið mun stærri. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Jazz ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. Rudy Gobert skoraði 25 stig og tók 17 fráköst. Hjá Lakers skoraði Russell Westbrook 24 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard kom þar á eftir með 21 stig og 12 fráköst. 41 points in the win Wednesday Night 30 points in the win Thursday Night @TheTraeYoung jumped right back in his scoring bag to lead the @ATLHawks to the win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/pVFaJhLKGa— NBA (@NBA) April 1, 2022 Trae Young skoraði 30 stig er Atlanta Hawks rúllaði yfir Cleveland Cavaliers, lokatölur 131-107. Þá vann Detroit Pistons óvæntan sigur á Philadelphia 76ers, lokatölur 102-94. The Boston Celtics & Milwaukee Bucks have clinched a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3cE5ZbjmLT— NBA (@NBA) April 1, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum