Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2022 22:00 Fjölmenni var á hátíðinni. Ráðherrar, ráðgjafar, frumkvöðlar og fjárfestar með fulla vasa. Vísir/Arnar Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira