Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:35 Gal Gadot er meðal aðalleikara í myndinni sem tekin verður upp í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Vísir Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20. Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20.
Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira