Flutti til Los Angeles til að setja tónlistina í fyrsta sæti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. mars 2022 20:01 Magnús Gunnarsson flutti til Los Angeles í tónlistarnám og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Aðsend Tónlistarmaðurinn Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles. Á streymisveitunni Spotify er hann með um 400 þúsund mánaðarlega hlustendur og hefur fylgst með tölunum aukast að undanförnu. Blaðamaður hafði samband við Magnús vestur um haf og tók púlsinn á honum. Tennisinn vék fyrir tónlistinni Magnús er að eigin sögn jákvæður og reynir að njóta litlu hlutanna í lífi sínu. Hann ólst upp við mikla tónlist á heimili sínu og þaðan kviknaði mikill tónlistar áhugi. Göngutúrarnir geta verið ansi góðir í Kaliforníu.Magnús Gunnarsson/Aðsend „Pabbi kenndi mér meðal annars að setja Let it Be plötuna með Bítlunum í græjurnar þegar ég var fimm eða sex ára gamall. Síðan þræddi maður allar Bítlaplöturnar í gegn og fleiri góðar plötur sem foreldrarnir áttu.“ Magnús segir þennan áhuga alltaf hafa fylgt sér en íþróttirnar tóku þó yfir og var Magnús mikill Tennis spilari. „Ég lærði á hljóðfæri þegar ég var barn sem voru mikil forréttindi en íþróttirnar voru samt sem áður alltaf í fyrirrúmi og tónlistin varð þá aðeins út undan. Það var síðan þegar ég hætti að stunda tennis að alvöru og flutti til Los Angeles til að fara í tónlistarnám að ég gat sett tónlistina í fyrsta sæti og einbeitt mér alfarið að því að semja og útfæra músík. Vildi fyrst ekki gefa út tónlist undir eigin nafni Á undanförnum árum hefur Magnús þróast í aðra átt í tónlistinni. „Ég er líklega að uppruna rokkari og mikið fyrir íslenska tónlist en undanfarin ár hef ég þróast úr því að vinna í Alternative/Indie tónlist og yfir í að búa til svona Chill- Out/Elektróníska tónlist sem er yfirleitt mjög melódísk og grípandi. Ég gef út sem Magnus Gunn í þeim tónlistarflokki.“ Hann segist þó upprunalega ekki hafa viljað gefa út tónlist út undir eigin nafni. „Ég vildi helst semja og útfæra fyrir aðra en svo var ég með fullt af tilbúnum lögum og ákvað bara að slá til sjálfur. Ég gaf meðal annars út tíu laga frumsamda plötu árið 2018 undir eigin nafni sem var blanda af Indie/Alternative/Singer/Songwriter en í dag er ég meira að vinna í öðrum flokkum. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Ég gef líka út svokölluð Lofi Beats undir nafninu MagFi sem er instrumental Hip Hop/Jazz tónlist. Þetta er tiltölulega nýlegur tónlistarflokkur og mér hefur gengið vel í því en ég er með rúmlega tveggja milljóna streymi á Spotify í dag. Ég kann vel við þann flokk vegna þess að það er mikið frelsi og ég þarf enga utanaðkomandi aðstoð eins og söngvara, hljóðfæraleikara, o.fl. Ég spila þá til dæmis á hljóðfærin og útfæri allt sjálfur, nema ég sé auðvitað að gefa út með öðrum. Þetta er mikil chill tónlist sem er oft útfærð á flottan hátt. Ég hef líka mikinn áhuga á þátta- og kvikmyndatónlist og hef gert eitt og eitt þannig verkefni. Mér finnst það mjög gaman og krefjandi. Draumurinn væri að komast meira inn í þann heim í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Veðrið og atvinnutækifærin spiluðu stórt hlutverk Aðspurður um hvað hafi hvatt hann til að flytja erlendis segir Magnús að hann hafi lengi langað að fara erlendis í tónlistarnám. „Ég var tiltölulega nýbúinn með háskólanám á Íslandi og var að vinna við það sem mér þótti skemmtilegt en svo fannst mér ég fastur í sama farinu. Veðrið var ekki að hjálpa til og þá var daglega lífið ekki nógu spennandi. Ég hef yfirleitt fylgt innsæinu og eins galið og þetta kannski hljómaði á sínum tíma að fara í tónlistarnám til LA þá er þetta eitthvað sem ég varð að gera og ég sé ekki eftir því í dag. Tilhugsunin að vera í góðu veðri allan ársins hring og upplifa eitthvað nýtt var heillandi. Það eru líka fleiri atvinnutækifæri fyrir einhvern eins og mig hérna en á Íslandi sem spilar líka inn í.“ View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Mikilvægt að prófa nýja hluti Magnús segir daglegt líf í sólríku LA vera fjölbreytt. „Stundum koma tímabil þar sem ég inni í kafbátnum (stúdíóinu) að semja tónlist allan daginn í nokkrar vikur og fer lítið út. Svo koma aðrir dagar þar sem ég þarf meiri innblástur og er úti allan daginn og reyni að upplifa eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Ég reyni að fara eitthvað út á hverjum degi, þó að það sé ekki 30 mínútna göngutúr eða bara til ná mér í kaffi. Ég reyni að minna mig á það hvað það eru mikil forréttindi að geta farið út í góða veðrið og notið náttúrunnar og því sem suður Kalifornía hefur upp á að bjóða. Ég er mikið fyrir útiveru og að prófa nýja hluti þannig að LA hentar mér vel.“ Mikil vinna Lífið úti hljómar heldur betur spennandi. Blaðamaður spurði Magnús í kjölfarið hvað honum þætti skemmtilegast við tónlistina. „Þetta er dálítið flókin spurning. Allt ferlið við að að búa til tónlist er mjög skemmtilegt og krefjandi en á sama tíma getur það líka verið svakaleg vinna og lærdómur. Maður hleypur nefnilega oft á vegg. Ég held að margir haldi að ég sé bara að leika mér þegar ég er að búa til tónlist en þetta er mjög mikil vinna. Það er eilífðarverkefni að verða betri lagahöfundur, pródúser og tónlistarmaður vegna þess að verkefnin eru misjöfn og maður er oft að fást við eitthvað nýtt og öðruvísi.“ Markaðssetningin tímafrek og samningar oft vafasamir Eins og áður kemur fram er Magnús með heilmikla hlustun á Spotify og segir hann það hafa aukist undanfarið. „Þetta er tiltölulega nýskeð í þessum tónlistarflokki að ég sé með þetta marga hlustendur og spilanir. Ég gaf nýlega út lagið Ocean ásamt ConKi undir tónlistarnafninu Magnus Gunn og laginu hefur gengið vel. Það er sennilega á hæsta tímapunkti núna í hlustendafjölda þannig þetta mun örugglega minnka eitthvað á næstu vikum. Ég hef eytt mjög miklum tíma í að stúdera Spotify og skoða hvernig er best að markaðssetja tónlistina og nálgast fleiri hlustendur, spilanir og allt það. Það fer oft meiri tími í það heldur en að búa til sjálfa tónlistina, sem er í rauninni leiðinleg staðreynd. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég ekki vilja eyða svona miklum tíma og orku í markaðssetningu. Ég vil frekar vera í því að búa til tónlistina og útfæra en sem sjálfstæður nútíma tónlistarmaður þá þarf ég að stúdera þetta allt sjálfur, sem hefur bæði kosti og galla. Ég hef til dæmis þurft að vera duglegur að stúdera plötusamninga en ég hef fengið nokkra mjög skrautlega samninga sem eru ekkert nema þjófnaður á tónlistinni. Það er sem sagt ýmislegt sem þarf að huga að þegar kemur að því að gefa út tónlist sjálfstætt og vera einn í liði. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Magnús hefur verið í sambandi við ýmis plötufyrirtæki varðandi nýja lagið sitt, Ocean. „Maður finnur það yfirleitt fljótt hvort lagið sé efnilegt eða ekki á svörunum sem maður fær, eða fær ekki.Ég fékk nokkur svör þar sem plötufyrirtækið var mjög áhugasamt og ég var heppinn að geta valið um nokkra möguleika. Ég valdi svo í rauninni besta valkostinn fyrir mig og lagið en það var að gefa lagið út með nokkuð þekktum tónlistarmanni sem heitir Conki.“ Þeir kynntumst fyrst í gegnum Facebook fyrir nokkrum árum síðan en ákváðu nú að gefa þetta lag út saman. „Plötufyrirtækið er með góð sambönd og Conki er nokkuð stór í sínum flokki en hann er með yfir fimmtíu milljón streymi á Spotify og hefur gefið út með Sony og Universal ef ég man rétt.“ Innblásturinn kemur úr ólíkum áttum „Fyrir mér fer innblásturinn mikið eftir hugarástandi til að byrja með,“ segir Magnús. „Það er best að vera með alveg hreinan hug áður en ég get farið að semja. Þetta kemur oft í tímabilum. Stundum er ég bara á réttum stað og þá flæðir þetta en stundum get ég verið í móðu og þá gerist ekki neitt. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Ég fæ líka oft hugmyndir þegar ég er einhvers staðar úti að labba eða í ferðalögum. Þá eru Notes og Voices öppin í símanum mikilvæg. Svo er ég stundum spenntur að komast í stúdíóið eftir að hafa séð góða bíómynd, það er eitthvað við það sem kemur mér í gírinn.“ Magnús segist líka hafa tileinkað sér hugarfar frá myndlistarmanninum Christoph Niemann sem hann rakst á í þættinum Abstract á Netflix. Niemann leggur áherslu á byrja og sjá hvað gerist í staðinn fyrir að bíða og sjá hvað gerist. View this post on Instagram A post shared by Christoph Niemann (@abstractsunday) Maður þarf oft bara að setjast niður og prófa sig áfram þangað til eitthvað gerist. Ég á til dæmis daga þar sem ég fer inn í stúdíóið og býst ekki við neinu en svo spilar maður kannski einn hljóm á píanóið og áður en maður veit af þá er komin hugmynd. Þetta er oft bara þrautseigja eins og í svo mörgu öðru.“ Ýmislegt spennandi á döfinni Undanfarna mánuði hefur Magnús gert nokkra plötusamninga með instrumental lögin sín, þar á meðal samning fyrir fimm laga EP plötu. „Síðan er ég með eitt sungið lag sem ég hef nýlokið við og verið að vinna í frekar lengi. Ég ætla að sjá til hvort einhver plötufyrirtæki hafi áhuga á því. Ég mun taka góða syrpu í stúdíóinu næstu vikur og mánuði, því að ég er með nokkur spennandi verkefni framundan,“ segir Magnús að lokum. Tónlist Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tennisinn vék fyrir tónlistinni Magnús er að eigin sögn jákvæður og reynir að njóta litlu hlutanna í lífi sínu. Hann ólst upp við mikla tónlist á heimili sínu og þaðan kviknaði mikill tónlistar áhugi. Göngutúrarnir geta verið ansi góðir í Kaliforníu.Magnús Gunnarsson/Aðsend „Pabbi kenndi mér meðal annars að setja Let it Be plötuna með Bítlunum í græjurnar þegar ég var fimm eða sex ára gamall. Síðan þræddi maður allar Bítlaplöturnar í gegn og fleiri góðar plötur sem foreldrarnir áttu.“ Magnús segir þennan áhuga alltaf hafa fylgt sér en íþróttirnar tóku þó yfir og var Magnús mikill Tennis spilari. „Ég lærði á hljóðfæri þegar ég var barn sem voru mikil forréttindi en íþróttirnar voru samt sem áður alltaf í fyrirrúmi og tónlistin varð þá aðeins út undan. Það var síðan þegar ég hætti að stunda tennis að alvöru og flutti til Los Angeles til að fara í tónlistarnám að ég gat sett tónlistina í fyrsta sæti og einbeitt mér alfarið að því að semja og útfæra músík. Vildi fyrst ekki gefa út tónlist undir eigin nafni Á undanförnum árum hefur Magnús þróast í aðra átt í tónlistinni. „Ég er líklega að uppruna rokkari og mikið fyrir íslenska tónlist en undanfarin ár hef ég þróast úr því að vinna í Alternative/Indie tónlist og yfir í að búa til svona Chill- Out/Elektróníska tónlist sem er yfirleitt mjög melódísk og grípandi. Ég gef út sem Magnus Gunn í þeim tónlistarflokki.“ Hann segist þó upprunalega ekki hafa viljað gefa út tónlist út undir eigin nafni. „Ég vildi helst semja og útfæra fyrir aðra en svo var ég með fullt af tilbúnum lögum og ákvað bara að slá til sjálfur. Ég gaf meðal annars út tíu laga frumsamda plötu árið 2018 undir eigin nafni sem var blanda af Indie/Alternative/Singer/Songwriter en í dag er ég meira að vinna í öðrum flokkum. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Ég gef líka út svokölluð Lofi Beats undir nafninu MagFi sem er instrumental Hip Hop/Jazz tónlist. Þetta er tiltölulega nýlegur tónlistarflokkur og mér hefur gengið vel í því en ég er með rúmlega tveggja milljóna streymi á Spotify í dag. Ég kann vel við þann flokk vegna þess að það er mikið frelsi og ég þarf enga utanaðkomandi aðstoð eins og söngvara, hljóðfæraleikara, o.fl. Ég spila þá til dæmis á hljóðfærin og útfæri allt sjálfur, nema ég sé auðvitað að gefa út með öðrum. Þetta er mikil chill tónlist sem er oft útfærð á flottan hátt. Ég hef líka mikinn áhuga á þátta- og kvikmyndatónlist og hef gert eitt og eitt þannig verkefni. Mér finnst það mjög gaman og krefjandi. Draumurinn væri að komast meira inn í þann heim í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Veðrið og atvinnutækifærin spiluðu stórt hlutverk Aðspurður um hvað hafi hvatt hann til að flytja erlendis segir Magnús að hann hafi lengi langað að fara erlendis í tónlistarnám. „Ég var tiltölulega nýbúinn með háskólanám á Íslandi og var að vinna við það sem mér þótti skemmtilegt en svo fannst mér ég fastur í sama farinu. Veðrið var ekki að hjálpa til og þá var daglega lífið ekki nógu spennandi. Ég hef yfirleitt fylgt innsæinu og eins galið og þetta kannski hljómaði á sínum tíma að fara í tónlistarnám til LA þá er þetta eitthvað sem ég varð að gera og ég sé ekki eftir því í dag. Tilhugsunin að vera í góðu veðri allan ársins hring og upplifa eitthvað nýtt var heillandi. Það eru líka fleiri atvinnutækifæri fyrir einhvern eins og mig hérna en á Íslandi sem spilar líka inn í.“ View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Mikilvægt að prófa nýja hluti Magnús segir daglegt líf í sólríku LA vera fjölbreytt. „Stundum koma tímabil þar sem ég inni í kafbátnum (stúdíóinu) að semja tónlist allan daginn í nokkrar vikur og fer lítið út. Svo koma aðrir dagar þar sem ég þarf meiri innblástur og er úti allan daginn og reyni að upplifa eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Ég reyni að fara eitthvað út á hverjum degi, þó að það sé ekki 30 mínútna göngutúr eða bara til ná mér í kaffi. Ég reyni að minna mig á það hvað það eru mikil forréttindi að geta farið út í góða veðrið og notið náttúrunnar og því sem suður Kalifornía hefur upp á að bjóða. Ég er mikið fyrir útiveru og að prófa nýja hluti þannig að LA hentar mér vel.“ Mikil vinna Lífið úti hljómar heldur betur spennandi. Blaðamaður spurði Magnús í kjölfarið hvað honum þætti skemmtilegast við tónlistina. „Þetta er dálítið flókin spurning. Allt ferlið við að að búa til tónlist er mjög skemmtilegt og krefjandi en á sama tíma getur það líka verið svakaleg vinna og lærdómur. Maður hleypur nefnilega oft á vegg. Ég held að margir haldi að ég sé bara að leika mér þegar ég er að búa til tónlist en þetta er mjög mikil vinna. Það er eilífðarverkefni að verða betri lagahöfundur, pródúser og tónlistarmaður vegna þess að verkefnin eru misjöfn og maður er oft að fást við eitthvað nýtt og öðruvísi.“ Markaðssetningin tímafrek og samningar oft vafasamir Eins og áður kemur fram er Magnús með heilmikla hlustun á Spotify og segir hann það hafa aukist undanfarið. „Þetta er tiltölulega nýskeð í þessum tónlistarflokki að ég sé með þetta marga hlustendur og spilanir. Ég gaf nýlega út lagið Ocean ásamt ConKi undir tónlistarnafninu Magnus Gunn og laginu hefur gengið vel. Það er sennilega á hæsta tímapunkti núna í hlustendafjölda þannig þetta mun örugglega minnka eitthvað á næstu vikum. Ég hef eytt mjög miklum tíma í að stúdera Spotify og skoða hvernig er best að markaðssetja tónlistina og nálgast fleiri hlustendur, spilanir og allt það. Það fer oft meiri tími í það heldur en að búa til sjálfa tónlistina, sem er í rauninni leiðinleg staðreynd. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég ekki vilja eyða svona miklum tíma og orku í markaðssetningu. Ég vil frekar vera í því að búa til tónlistina og útfæra en sem sjálfstæður nútíma tónlistarmaður þá þarf ég að stúdera þetta allt sjálfur, sem hefur bæði kosti og galla. Ég hef til dæmis þurft að vera duglegur að stúdera plötusamninga en ég hef fengið nokkra mjög skrautlega samninga sem eru ekkert nema þjófnaður á tónlistinni. Það er sem sagt ýmislegt sem þarf að huga að þegar kemur að því að gefa út tónlist sjálfstætt og vera einn í liði. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Magnús hefur verið í sambandi við ýmis plötufyrirtæki varðandi nýja lagið sitt, Ocean. „Maður finnur það yfirleitt fljótt hvort lagið sé efnilegt eða ekki á svörunum sem maður fær, eða fær ekki.Ég fékk nokkur svör þar sem plötufyrirtækið var mjög áhugasamt og ég var heppinn að geta valið um nokkra möguleika. Ég valdi svo í rauninni besta valkostinn fyrir mig og lagið en það var að gefa lagið út með nokkuð þekktum tónlistarmanni sem heitir Conki.“ Þeir kynntumst fyrst í gegnum Facebook fyrir nokkrum árum síðan en ákváðu nú að gefa þetta lag út saman. „Plötufyrirtækið er með góð sambönd og Conki er nokkuð stór í sínum flokki en hann er með yfir fimmtíu milljón streymi á Spotify og hefur gefið út með Sony og Universal ef ég man rétt.“ Innblásturinn kemur úr ólíkum áttum „Fyrir mér fer innblásturinn mikið eftir hugarástandi til að byrja með,“ segir Magnús. „Það er best að vera með alveg hreinan hug áður en ég get farið að semja. Þetta kemur oft í tímabilum. Stundum er ég bara á réttum stað og þá flæðir þetta en stundum get ég verið í móðu og þá gerist ekki neitt. View this post on Instagram A post shared by Magnus Gunn // MagFi (@magnusmakesbeats) Ég fæ líka oft hugmyndir þegar ég er einhvers staðar úti að labba eða í ferðalögum. Þá eru Notes og Voices öppin í símanum mikilvæg. Svo er ég stundum spenntur að komast í stúdíóið eftir að hafa séð góða bíómynd, það er eitthvað við það sem kemur mér í gírinn.“ Magnús segist líka hafa tileinkað sér hugarfar frá myndlistarmanninum Christoph Niemann sem hann rakst á í þættinum Abstract á Netflix. Niemann leggur áherslu á byrja og sjá hvað gerist í staðinn fyrir að bíða og sjá hvað gerist. View this post on Instagram A post shared by Christoph Niemann (@abstractsunday) Maður þarf oft bara að setjast niður og prófa sig áfram þangað til eitthvað gerist. Ég á til dæmis daga þar sem ég fer inn í stúdíóið og býst ekki við neinu en svo spilar maður kannski einn hljóm á píanóið og áður en maður veit af þá er komin hugmynd. Þetta er oft bara þrautseigja eins og í svo mörgu öðru.“ Ýmislegt spennandi á döfinni Undanfarna mánuði hefur Magnús gert nokkra plötusamninga með instrumental lögin sín, þar á meðal samning fyrir fimm laga EP plötu. „Síðan er ég með eitt sungið lag sem ég hef nýlokið við og verið að vinna í frekar lengi. Ég ætla að sjá til hvort einhver plötufyrirtæki hafi áhuga á því. Ég mun taka góða syrpu í stúdíóinu næstu vikur og mánuði, því að ég er með nokkur spennandi verkefni framundan,“ segir Magnús að lokum.
Tónlist Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira