Gervi-Íslendingur græðir á tá og fingri á Spotify Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Tónlistarmaðurinn er sagður heita Guðmundur Gunnarsson og að hafa verið á samningi hjá Smekkleysu. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu segir engan með slíku nafni hafa verið á samningi hjá útgáfufyrirtækinu. Vísir/Vilhelm Íslenska tónlistarmanninn Ekfat kannast fæstir við en þrátt fyrir það er hann að fá milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify. Lögin Polar Circle og Singapore með Ekfat eru samtals með yfir 5 milljónir hlustana. Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter. Spotify Tónlist Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter.
Spotify Tónlist Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira