Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 12:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar sér að óska eftir skýringum á því að ekkert sé að finna um uppbyggingu þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Vísir/Egill/Atli Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent