Af hverju? Arnar Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 14:00 Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun