Innlent

Sól­veig Anna náði ekki kjöri í fram­kvæmda­stjórn SGS

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm, sem náði kjöri sem formaður Starfsgreinasambandsins í síðustu viku.
Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm, sem náði kjöri sem formaður Starfsgreinasambandsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar bauð sig fram í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins í liðinni viku en náði ekki kjöri. 

Tíu buðu sig fram í framkvæmdastjórnina en sjö fulltrúar náðu kjöri. Sólveig Anna Jónsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Halldóra Sveinsdóttir formaður Bárunnar stéttarfélags voru þau sem ekki náðu kjöri.

Sólveig Anna sat áður í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins en sagði sig úr stjórninni samhliða uppsögn úr Eflingu á haustmánuðum 2021. Finnbogi og Halldóra sátu bæði í framkvæmdastjórninni en náðu ekki endurkjöri samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í á föstudaginn með tíu atkvæða mun. Sólveig Anna hafði opinberlega lýst yfir stuðningi við Vilhjálm og sagði að áherslubyltingu yrði innan Starfsgreinasambandsins næði hann kjöri.

Eftirtaldir voru kosnir í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins:

Aðalmenn:

Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag

Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja

Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf

Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag

Ragnar Ólason, Efling stéttarfélag

Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag

Varamenn í framkvæmdarstjórn eru eftirfarandi:

1. Varamaður: Guðný Óskarsdóttir, Drífandi stéttarfélag

2. Varamaður: Vignir Maríasson, Verkalýðsfélag Snæfellinga

3. Varamaður: Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur

4. Varamaður: Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélag Suðurlands

5. Varamaður: Fabio Ronti, Efling stéttarfélag


Tengdar fréttir

Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.

Vilhjálmur lofar að gera sitt besta

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×