Hatursorðræða og fjórða valdið Jódís Skúladóttir skrifar 27. mars 2022 08:00 Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Jódís Skúladóttir Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun