Hatursorðræða og fjórða valdið Jódís Skúladóttir skrifar 27. mars 2022 08:00 Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Jódís Skúladóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun