Mikael braut dýra græju: „Fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 10:32 Jón Dagur Þorsteinsson á æfingu íslenska landsliðsins á Spáni. @footballiceland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson sparkaði í og braut rándýran hljóðnema eftir leik í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Jón Dagur Þorsteinsson liðsfélagi hans segir danska fjölmiðla gera meira en ella úr svona málum þegar Íslendingar eigi í hlut. Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira