Fann fyrir kulnun í handboltanum: „Leið ekki eins og mér átti að líða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Lovísa Thompson átti sannkallaðan stjörnuleik gegn ÍBV um helgina og skoraði fimmtán mörk. vísir/Hulda Margrét Valskonan Lovísa Thompson hefur komið endurnærð til baka eftir að hafa tekið sér frí frá handbolta. Hún hefur sjaldan spilað betur en undanfarnar vikur. Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Sjá meira
Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Sjá meira