Legghlífar og litaðar strípur gætu orðið næstu trend Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. mars 2022 09:00 Þær Sunneva Einars og Birta Líf stýra hlaðvarpinu Teboðið. Teboðið Legghlífar, litaðar strípur og PINK buxur eru á meðal þess sem við gætum séð trenda á næstunni ef marka má spádóm þeirra Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur sem stýra hlaðvarpinu Teboðinu. Stelpurnar eru þekktar fyrir það að vera með puttann á púlsinum er viðkemur tísku og því er vert að taka saman það sem þær telja að verði heitustu trendin á komandi mánuðum. Í þættinum spá þær meðal annars fyrir um endurkomu hina ýmsu gömlu trenda sem margir héldu eflaust að væru búin að kveðja fyrir fullt og allt. „Fyrsta trendið sem verður bara hot, hot, hot eru uppháir hanskar. Kim Kardashian náttúrlega startaði þessu. Þetta var alveg komið en hún einhvern veginn gerði þetta miklu meira áberandi. Hún er the queen of gloves.“ Þá nefna þær einnig að venjulegir hanskar í öllum regnbogans litum gætu orðið heitir þegar nær dregur sumri. Kim Kardashian er drottning upphárra hanska að mati stelpnanna.Getty/James Devaney Litríkir hanskar verða heitir í vor.Getty/Raymond Hall Hanskar eru afar hentugt trend fyrir okkur sem búum á Íslandi.Getty/MediaPunch/Bauer-Griffin „Án gríns bara blazer við allt!“ Það næsta sem þær stöllur nefna eru pils. Þá virðist ekki skipta máli hvort um sé að ræða stutt, síð, há eða lág pils. Svokölluð míní-pils verða þó sérstaklega vinsæl ef marka má spádóm stelpnanna. „Ég er búin að kaupa mér asnalega mikið af pilsum upp á síðkastið. Ég elska pils, ég sem hef aldrei áður elskað pils.“ Þá nefna þær einnig að pils komi sérstaklega sterk inn við blazer-jakka, jafnvel stutta blazer-jakka. Svokallaðir „oversized“ blazer-jakkar verða þó ennþá vinsælir og munu koma sterkir inn í hinum ýmsu litum. „Þetta er stíll sem fer öllum! Án gríns bara blazer við allt! Þetta er hægt að dressa þá upp og niður,“ en þær nefna að til dæmis megi nota slíkan jakka sem kjól, klæðast honum við gallabuxur og topp eða jafnvel yfir hettupeysu. „Svo eru líka að koma inn svona bralettes undir stóra blazera. Þú ert kannski í stórum blazer og dragtarbuxum við og svo ertu kannski bara í þessu undir og með jakkann opinn. Það er svolítið kjút!“ Stórir blazer jakkar eru komnir til að vera. Stelpurnar nefna að það geti verið sérstaklega smart að klæðast brjóstarhaldaratopp undir og hafa jakkann jafnvel opinn að framan.Getty/Dave Starbuck Leikkonan Vanessa Hudgens virðist vera með trendin alveg á hreinu. En hárgreiðslan sem hún skartar hér hefur einnig verið ein sú vinsælasta síðasta árið.Getty/Jeremy Moeller Hægt er að klæða blazer jakka upp og niður og jafnvel nota sem kjól.Getty/Naomi Rahim Þá er hægt að klæðast blazer jakka á hversdagslegri máta eins og Hailey Bieber gerir hér.Getty/Pierre Suu Stelpurnar nefna einnig að stuttir blazer jakkar eigi eftir að koma sterkir inn við pils.Getty/Marc Piasecki Pils eru að koma sterk inn um þessar mundir. En þar sem það er jú ennþá bara mars væri ekki vitlaust að fjárfesta í hlýjum sokkabuxum.Getty/ Edward Berthelot „Bert á milli“ verður áfram heitt Bolir og toppar verða undir sterkum áhrifum frá tíunda áratugnum. Magabolir hafa verið vinsælir síðustu ár en stelpurnar telja að aðeins síðari bolir séu að fara koma sterkir inn til þess að vega upp á móti mittisbuxunum sem eru komnar aftur. „Mannstu ekki eftir því í gamla daga þegar það voru svona toppar sem voru þannig að það var smá brjóstahaldari uppi og svo var hann víður að neðan. Ég er alveg að sjá þetta sko, bara í svona mittislengd með mögulega smá bert á milli,“ segir Sunneva sem segist einnig vera mikill aðdáandi svokallaðra korsetta. „Korsett eru búin að vera hot lengi. Ég er búin að eiga sama korsett toppinn í fjögur ár og ég nota hann í hverri einustu viku. Ég er living for it og ég elska að þetta sé að koma meira inn núna.“ Það mætti segja að fataskápur Britney Spears frá tíunda áratugnum sé að koma með sterka endurkomu.Getty/Gregg DeGuire Drottning magabolanna.Getty/Mark Mainz Stelpurnar segja að bolirnir sem eru að koma inn núna séu ef til vill aðeins síðari en hinir hefðbundu magabolir, til þess að skapa jafnvægi á móti mittisbuxunum sem hafa snúið aftur.Getty/Kevin Winter Hér má sjá fyrirsætuna Irinu Shayk rokka bæði korsett og mittisbuxur.Getty/Raymond Hall Stelpurnar telja að stuttir bolir og pils verði áberandi á næstu mánuðum.Getty/Tasos Katopodis Útiloka ekki legghlífar og PINK buxur Við munum öll eftir legghlífum, en eflaust áttu fáir von á því að klæðast þeim nokkurn tíman aftur. Sunneva segist þó ætla að halda þeim möguleika galopnum. „Ég gæti alveg séð það fyrir mér. Ég sá þetta um daginn og ég ætla ekki að vera neikvæð. Ég var í sjokki þegar ég heyrði þetta en þegar ég sá þetta þá hugsaði ég að þetta gæti alveg gengið.“ Annað sem kemur eflaust mörgum á óvart að hafi ratað á lista stelpnanna eru PINK buxur. Buxurnar voru þær allra vinsælustu á árunum 2008-2010 enda afar þægilegur klæðnaður. Fyrir þá sem ekki muna, þá voru þetta svartar jógabuxur gjarnan með afar litskrúðugum buxnastreng. „Ég gæti alveg farið í PINK buxur en ekki með svona bleiku bretti sem stendur PINK með hvítum stöfum. Ég átti svona á sínum tíma með sebra mynstri á brettinu. Þetta voru sko „rassabuxurnar“ í 9. bekk! Ég er alveg smá til í þetta. Þær voru svona útvíðar að neðan og voru ekkert eðlilega þægilegar.“ Gömlu góðu legghlífarnar voru sjáanlegar á tískuvikunni í París nú á dögunum.Getty/Edward Berthelot Töffarinn Willow Smith skartaði legghlífum við mínípils nú á dögunum.Gett/JC Olivera Pink buxurnar voru þær allra vinsælustu fyrir um fimmtán árum síðan, enda afar þægilegar. Það hafa þó eflaust fáir átt von á því að þær kæmu aftur í tísku.Skjáskot Litlar fléttur, hárklemmur og litaðar strípur Síðast en ekki síst fara þær yfir þau trend sem þær telja að verði í hárgreiðslum á næstunni. „Það voru svo margar hárgreiðslur í gangi 2021 og ég held þær séu bara komnar til þess að vera,“ en stelpurnar nefna til dæmis litlar fléttur, hárklemmur og aftursleikt hár ýmist í snúð eða fléttu. „En svo er eitt sem ég sá líka, sem ég er svolítið spennt að sjá hvort gerist. Það eru litaðar strípur, annað hvort clip-ins eða alvöru litaðar,“ segir Sunneva. Þá taka stelpurnar sem dæmi að sértu í stórum appelsínugulum blazer gæti verið smart að skarta einni appelsínugulri strípu í stíl. Það verður því afar spennandi að fylgjast með þróun tískunnar á næstu mánuðum og hver veit nema við sjáum litaðar strípur og legghlífar skjóta upp kollinum á ný. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. En þar ræða stelpurnar einnig önnur trend eins og UGG skó, síða leðurjakka, cargo buxur, köflótt mynstur og svokallaða „cat-suits“. Tíska og hönnun Teboðið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Stelpurnar eru þekktar fyrir það að vera með puttann á púlsinum er viðkemur tísku og því er vert að taka saman það sem þær telja að verði heitustu trendin á komandi mánuðum. Í þættinum spá þær meðal annars fyrir um endurkomu hina ýmsu gömlu trenda sem margir héldu eflaust að væru búin að kveðja fyrir fullt og allt. „Fyrsta trendið sem verður bara hot, hot, hot eru uppháir hanskar. Kim Kardashian náttúrlega startaði þessu. Þetta var alveg komið en hún einhvern veginn gerði þetta miklu meira áberandi. Hún er the queen of gloves.“ Þá nefna þær einnig að venjulegir hanskar í öllum regnbogans litum gætu orðið heitir þegar nær dregur sumri. Kim Kardashian er drottning upphárra hanska að mati stelpnanna.Getty/James Devaney Litríkir hanskar verða heitir í vor.Getty/Raymond Hall Hanskar eru afar hentugt trend fyrir okkur sem búum á Íslandi.Getty/MediaPunch/Bauer-Griffin „Án gríns bara blazer við allt!“ Það næsta sem þær stöllur nefna eru pils. Þá virðist ekki skipta máli hvort um sé að ræða stutt, síð, há eða lág pils. Svokölluð míní-pils verða þó sérstaklega vinsæl ef marka má spádóm stelpnanna. „Ég er búin að kaupa mér asnalega mikið af pilsum upp á síðkastið. Ég elska pils, ég sem hef aldrei áður elskað pils.“ Þá nefna þær einnig að pils komi sérstaklega sterk inn við blazer-jakka, jafnvel stutta blazer-jakka. Svokallaðir „oversized“ blazer-jakkar verða þó ennþá vinsælir og munu koma sterkir inn í hinum ýmsu litum. „Þetta er stíll sem fer öllum! Án gríns bara blazer við allt! Þetta er hægt að dressa þá upp og niður,“ en þær nefna að til dæmis megi nota slíkan jakka sem kjól, klæðast honum við gallabuxur og topp eða jafnvel yfir hettupeysu. „Svo eru líka að koma inn svona bralettes undir stóra blazera. Þú ert kannski í stórum blazer og dragtarbuxum við og svo ertu kannski bara í þessu undir og með jakkann opinn. Það er svolítið kjút!“ Stórir blazer jakkar eru komnir til að vera. Stelpurnar nefna að það geti verið sérstaklega smart að klæðast brjóstarhaldaratopp undir og hafa jakkann jafnvel opinn að framan.Getty/Dave Starbuck Leikkonan Vanessa Hudgens virðist vera með trendin alveg á hreinu. En hárgreiðslan sem hún skartar hér hefur einnig verið ein sú vinsælasta síðasta árið.Getty/Jeremy Moeller Hægt er að klæða blazer jakka upp og niður og jafnvel nota sem kjól.Getty/Naomi Rahim Þá er hægt að klæðast blazer jakka á hversdagslegri máta eins og Hailey Bieber gerir hér.Getty/Pierre Suu Stelpurnar nefna einnig að stuttir blazer jakkar eigi eftir að koma sterkir inn við pils.Getty/Marc Piasecki Pils eru að koma sterk inn um þessar mundir. En þar sem það er jú ennþá bara mars væri ekki vitlaust að fjárfesta í hlýjum sokkabuxum.Getty/ Edward Berthelot „Bert á milli“ verður áfram heitt Bolir og toppar verða undir sterkum áhrifum frá tíunda áratugnum. Magabolir hafa verið vinsælir síðustu ár en stelpurnar telja að aðeins síðari bolir séu að fara koma sterkir inn til þess að vega upp á móti mittisbuxunum sem eru komnar aftur. „Mannstu ekki eftir því í gamla daga þegar það voru svona toppar sem voru þannig að það var smá brjóstahaldari uppi og svo var hann víður að neðan. Ég er alveg að sjá þetta sko, bara í svona mittislengd með mögulega smá bert á milli,“ segir Sunneva sem segist einnig vera mikill aðdáandi svokallaðra korsetta. „Korsett eru búin að vera hot lengi. Ég er búin að eiga sama korsett toppinn í fjögur ár og ég nota hann í hverri einustu viku. Ég er living for it og ég elska að þetta sé að koma meira inn núna.“ Það mætti segja að fataskápur Britney Spears frá tíunda áratugnum sé að koma með sterka endurkomu.Getty/Gregg DeGuire Drottning magabolanna.Getty/Mark Mainz Stelpurnar segja að bolirnir sem eru að koma inn núna séu ef til vill aðeins síðari en hinir hefðbundu magabolir, til þess að skapa jafnvægi á móti mittisbuxunum sem hafa snúið aftur.Getty/Kevin Winter Hér má sjá fyrirsætuna Irinu Shayk rokka bæði korsett og mittisbuxur.Getty/Raymond Hall Stelpurnar telja að stuttir bolir og pils verði áberandi á næstu mánuðum.Getty/Tasos Katopodis Útiloka ekki legghlífar og PINK buxur Við munum öll eftir legghlífum, en eflaust áttu fáir von á því að klæðast þeim nokkurn tíman aftur. Sunneva segist þó ætla að halda þeim möguleika galopnum. „Ég gæti alveg séð það fyrir mér. Ég sá þetta um daginn og ég ætla ekki að vera neikvæð. Ég var í sjokki þegar ég heyrði þetta en þegar ég sá þetta þá hugsaði ég að þetta gæti alveg gengið.“ Annað sem kemur eflaust mörgum á óvart að hafi ratað á lista stelpnanna eru PINK buxur. Buxurnar voru þær allra vinsælustu á árunum 2008-2010 enda afar þægilegur klæðnaður. Fyrir þá sem ekki muna, þá voru þetta svartar jógabuxur gjarnan með afar litskrúðugum buxnastreng. „Ég gæti alveg farið í PINK buxur en ekki með svona bleiku bretti sem stendur PINK með hvítum stöfum. Ég átti svona á sínum tíma með sebra mynstri á brettinu. Þetta voru sko „rassabuxurnar“ í 9. bekk! Ég er alveg smá til í þetta. Þær voru svona útvíðar að neðan og voru ekkert eðlilega þægilegar.“ Gömlu góðu legghlífarnar voru sjáanlegar á tískuvikunni í París nú á dögunum.Getty/Edward Berthelot Töffarinn Willow Smith skartaði legghlífum við mínípils nú á dögunum.Gett/JC Olivera Pink buxurnar voru þær allra vinsælustu fyrir um fimmtán árum síðan, enda afar þægilegar. Það hafa þó eflaust fáir átt von á því að þær kæmu aftur í tísku.Skjáskot Litlar fléttur, hárklemmur og litaðar strípur Síðast en ekki síst fara þær yfir þau trend sem þær telja að verði í hárgreiðslum á næstunni. „Það voru svo margar hárgreiðslur í gangi 2021 og ég held þær séu bara komnar til þess að vera,“ en stelpurnar nefna til dæmis litlar fléttur, hárklemmur og aftursleikt hár ýmist í snúð eða fléttu. „En svo er eitt sem ég sá líka, sem ég er svolítið spennt að sjá hvort gerist. Það eru litaðar strípur, annað hvort clip-ins eða alvöru litaðar,“ segir Sunneva. Þá taka stelpurnar sem dæmi að sértu í stórum appelsínugulum blazer gæti verið smart að skarta einni appelsínugulri strípu í stíl. Það verður því afar spennandi að fylgjast með þróun tískunnar á næstu mánuðum og hver veit nema við sjáum litaðar strípur og legghlífar skjóta upp kollinum á ný. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. En þar ræða stelpurnar einnig önnur trend eins og UGG skó, síða leðurjakka, cargo buxur, köflótt mynstur og svokallaða „cat-suits“.
Tíska og hönnun Teboðið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira