Rúnar Alex kvaddi Arsenal með landsliðið í huga en gæti snúið aftur Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 16:01 Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven í vetur en liðið er um miðja deild í Belgíu. Getty Rúnar Alex Rúnarsson segir erfitt að svara því hvort að hann sækist eftir því að verða hluti af markmannateymi Arsenal á næstu leiktíð eða kjósi að vera hjá öðru félagi þar sem líklegra sé að hann spili fleiri leiki. Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira