Jón Dagur hrekur orðróminn og reiknar með að yfirgefa Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 15:01 Jón Dagur Þorsteinsson gegnir sífellt stærra hlutverki í landsliðinu og gæti spilað sinn 17. A-landsleik á laugardaginn gegn Finnlandi. Getty/Alex Nicodim „Eins og staðan er í dag held ég að ég eigi um það bil tíu leiki eftir fyrir AGF og svo muni ég fara eitthvert annað,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem er á förum frá Danmörku í sumar og gæti mögulega verið á leið til Englands. „Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira
„Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira
Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00
Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00
Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30
Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30