Menning

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru eigendur Listvals. Sýningarrýmið er staðsett á jarðhæð í Hörpu. 
Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru eigendur Listvals. Sýningarrýmið er staðsett á jarðhæð í Hörpu.  Anna Kristín Óskarsdóttir

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.

Hægt verður að fylgjast með uppboðinu hér. Listval er til húsa á jarðhæð Hörpu en í gær hélt Harpan utan um samstöðu viðburð til styrktar sama málefnis hjá Úkraínu. Margir lögðu hönd á plóg, sinfónían hélt sérstaka tónleika og allir starfsmenn hússins tóku þátt. Það má tvímælalaust segja að menning og mannréttindi vinni vel saman.


Tengdar fréttir

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan  á Hörpu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.