Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 11:00 Stefán Teitur Þórðarson og Elías Rafn Ólafsson komu báðir sterkir inn í íslenska landsliðið síðasta haust en þeir hafa líka verið að gera flotta hluti með liðum sínum í dönsku deildinni. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. Midtjylland var þá að spila á móti Silkeborg en undir loks leiksins þá handleggsbrotnaði Elías Rafn Ólafsson eftir að hafa lent í samstuði. Í leiknum var Stefán Teitur Þórðarson í liði Silkeborg og varð því vitni að meiðslum félaga síns í íslenska landsliðinu. Báðir höfðu þeir stimplað sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust. „Það var ömurlegt að sjá þetta. Elías er frábær markvörður finnst mér og hefur gripið sitt tækifæri hjá Midtjylland frábærlega. Við erum góðir vinir. Þetta var bara mikil óheppni að fara í þetta samstuð þarna,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í gær. „Ég talaði aðeins við hann eftir leikinn og spurði hann þá bara um það hvernig framhaldið yrði eða hvort hann vissi eitthvað. Svo kom bara í ljós að hann væri brotinn sem er skelfilegt fyrir hann sjálfan,“ sagði Stefán Teitur. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Midtjylland var þá að spila á móti Silkeborg en undir loks leiksins þá handleggsbrotnaði Elías Rafn Ólafsson eftir að hafa lent í samstuði. Í leiknum var Stefán Teitur Þórðarson í liði Silkeborg og varð því vitni að meiðslum félaga síns í íslenska landsliðinu. Báðir höfðu þeir stimplað sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust. „Það var ömurlegt að sjá þetta. Elías er frábær markvörður finnst mér og hefur gripið sitt tækifæri hjá Midtjylland frábærlega. Við erum góðir vinir. Þetta var bara mikil óheppni að fara í þetta samstuð þarna,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í gær. „Ég talaði aðeins við hann eftir leikinn og spurði hann þá bara um það hvernig framhaldið yrði eða hvort hann vissi eitthvað. Svo kom bara í ljós að hann væri brotinn sem er skelfilegt fyrir hann sjálfan,“ sagði Stefán Teitur. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira