Innlent

Sigurður leiðir lista Bæjar­listans í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Frambjóðendur Bæjarlistans í Hafnarfirði. Aðsend

Sigurður P. Sigmundsson hagfræðingur mun leiða lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Í tilkynningu segir að framboðsliðinn hafi nú verið samþykktur. Bæjarlistinn bauð einnig fram í síðustu kosningum og náði þá inn einum manni.

„Bæjarlistinn í Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð sem hefur eingöngu hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Listann skipar kröftugt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem hefur mikinnn áhuga á að vinna að framfaramálum í bæjarfélaginu.

Framboðslisti Bæjarlistans hefur verið samþykktur. Efstu 10 á listanum eru eftirfarandi:

  1. Sigurður P. Sigmundsson, hagfræðingur
  2. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur
  3. Árni Þór Finnsson, gönguleiðsögumaður og lögfræðingur
  4. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri
  5. Arnbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri
  6. Klara Guðrún Guðmundsdóttir, tilsjónaraðili
  7. Jón Gunnar Ragnarsson, viðskiptastjóri
  8. Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi
  9. Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur
  10. Einar P. Guðmundsson, járniðnaðarmaður“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×