Hafa áhyggjur af Reykjavíkurmeisturum Þróttar: „Edda er að kála þeim í ræktinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 15:30 Nú reynir á Álfhildi Rósu Kjartansdóttur og félaga í Þróttaraliðinu að rífa sig í gang áður en Besta deildin byrjar eftir rúman mánuð. Vísir/Hulda Margrét Reykjavíkurmeistarar Þróttar höfðu náð sínum besta árangri í þremur keppnum í röð, á Íslandsmótinu 2021, í bikarkeppninni 2021 og í Reykjavíkurmótinu 2022, þegar kom að Lengjubikarnum. Þar sýndi liðið aftur á móti veikleikamerki. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira