Guðrún Helgadóttir er látin Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:03 Guðrún Helgadóttir var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017. Reykjavík Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna.
Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26