Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson er fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“ Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“
Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53